Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 50

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 50
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Mícromesistius poutassou: Kolmunni Kolmunni er langur og rennilegur bein- fiskur með meðalstóran haus og nokkuð stór augu. Tennur eru í tveimur röðum í efra skolti. Bakuggar eru þrír, stuttir og vel að- greindir og raufaruggar eru tveir og sá fremri mun lengri. Eyruggar eru meðalstórir, hreistur er nokkuð stórt og mógrá rák er greinileg. Kolmunni er blágrár á baki, silfurgrár á hliðum og silfurhvítur að neðan. Kjaftur hans er svartur að inn- an. Kolmunni getur orðið allt að 50 cm langur en algengastir eru um 25-40 cm fiskar. Lengsti kolmunni sem veiðst hefur á Is- landsmiðum mældist 46 cm. Heimkynni kolmunnans eru í Norðaustur-Atlantshafi og Barentshafi, suður með ströndum Noregs og inn í Skagerak, Kattegat. Hann er í norðanverðum Norðursjó, suður í Miðjarð- arhaf og inn í Adríahaf. Kolmunni er við Færeyjar, Island og milli Islands og Grænlands. Kolmunni er á ýmsu dýpi og fæða hans er einkum smákkrabbadýr, fiskseiði og stærri kolmunnar éta einnig smá- fiska. Hann hrygnir í Norðaustur-Atlantshafi, oftast á 300-500 metra dýpi norðvestan Bretlandseyja. Hann hrygnir einnig við Portúgal, í Biskajaflóa, við Færeyjar, inni í norsku fjörðunum og við suðvestanvert Island. Eftri hrygningartímann fer kolmunn- inn í ætisleit norður um hafið milli Islands og Noregs og norð- ur í Barentshaf. Egg og lirfur eru sviflæg og eru lirfur 2,7-3 mm við klak. Seiðin leita botns þegar þau eru 15 cm löng. Kolmunn- in verður kynþroska 2-7 ára gamall og getur náð 20 ára aldri. Veiðar á kolmunna hafa aldrei verið miklar á Islandi en þær hófust hér 1972 og mestur afli var árið 1978 eða 34.777 tonn. Helstu veiðiþjóðir hafa verið Norðmenn, Rússar, Danir, Færey- ingar og Hollendingar. Hann er veiddur í flotvörpu og notaður til bræðslu. KR0SSGÁTAN H-íz. Hákarls - huh'nni , 'A fatínum flfkvami Lundin Jí/afars Slota Hjálpar- sogn Ctftinir Gróéri Skrapa satnan HorPúf ftjrittw Vaxa Vani Maóur Skót i Kona í (jolfi /) sökun / '*■ lciinn Gefa Haó X Ri'kí% - Stofnun ariantli iklp) 1. Hnífll)tAu\ Lceq&i-r ‘flH 7. 9. * » 2. » Hnýtí* FriÁCt FtLl m y > V Mátt- lauio SjdÓH —V » s. \/ Írft'ént Eind Lét H. y * * V V T » \t E.in 5 'Odaila & ijója « V ► V ▼ \ / 6. » T F,u9l þra.ó Ský « • V— » Skóli < v~

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.