Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 13
FRÉTTIR Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar: Nýr verkefnisstjóri ráðinn - samstarfsgrunnur sem ætlað er að flýta tækniþróun í sjávarútvegi Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðn- aðar hefur með samstarfssamningi við Fiskifélag Islands ráðið Guðberg Rúnars- son sem verkefnisstjóra vettvangsins. Starf Guðbergs skiptist að jöfnu milli vettvangsins og Fiskifélags Islands, þar sem hann veitir Tæknideild Fiskifélags- ins forstöðu. Samstarfsvettvangur sjávar- útvegs og iðnaðar tók til starfa í ársbyrj- un 1994. Stofnaðilar voru Samtök iðnað- arins, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Samtök fiskvinnslustöðva og ráðuneyti sjávarútvegs- og iðnaðar. Guðbergur er fæddur 11. júlí 1951. Hann er vélvirki og vélfræðingur frá Vél- skóla Islands árið 1973, vélaverkfræðing- ur frá Háskólanum í Alaborg 1987 og hefur sótt fjölda námskeiða eftir verk- fræðinám, þ.á.m. sjávarútvegsfræði hjá endurmenntunarstofnun HI. Starfs- reynsla Guðbergs er víðtæk og hefur hann m.a. starfað við fiskvinnslu, við fiskveiðar, í orkuverum og hjá iðnfyrir- tækjum. Stuðlað að auknu vinnsluvirði Markmið Samstarfsvettvangsins er að stuðla að auknu vinnsluvirði í sjávarút- vegi og þróun tæknibúnaðar fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vettvangurinn myndar samstarfsgrunn fyrir fyrirtæki í sjávarút- vegi og iðnaði til að auka við tækniþróun í sjávarútvegi. Samstarfsvettvangurinn leitar eftir hugmyndum meðal sjávarút- vegs- og iðnfyrirtækja, samtaka þeirra og rannsóknastofnanna um ný verkefni sem eru unnin í samstarfi sjávarútvegs og iðn- aðar. Þegar verkefni eru valin er tekið mið af nýnæmi verkefnisins, virðisauka og mikilvægi fyrir atvinnugreinarnar, sköpun nýrra atvinnutækifæra og árang- urslíkur í útflutningi. Verkefnisstjórn Samstarfsvettvangsins hefur á undanförnum sex árum haldið um 90 formlega fundi auk fjölda funda þar sem farið er yfir áhugaverð verkefni með umsækjendum. Verkefnisstjórn er skipuð fulltrúum frá hagsmunasamtökum, ráðu- neytum, sjávarútvegi og iðnaði auk full- trúa Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. A þessum fimm árum hefur Samstarfsvett- vangurinn komið að fjölmögum verkefn- um og stuðlað að samstarfi fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi sem mörg hver hafa skilað góðum árangri. Meðal þeirra verkefna sem Samstarfs- vettvangurinn hefur komið að má nefna: • Aðstoð vegna umsókna á styrkjum hjá ESB vegna stærri verkefna. • Rannsóknaverkefni sem eru undanfari hagnýtra verk- efna og eru nauðsynleg til að hagnýt verkefni nái fram að ganga. • Vöruþróun og markaðs- setning sem er umfangsmesti flokkurinn sem Samstarfs- vettvangurinn hefur styrkt og nema styrkirnir til þessa flokks rúmlega 70% af úthlutuðu heild- arfjármagni. I fréttatilkynningu frá Samstarfsvett- vangnum segir að það sé von þeirra sem standi að starfsemi Samstarfs- vettvangsins, að með samstarfi fyrirtækja í iðnaði og sjávarút- vegi komi fram áhugaverð verkefni sem stuðli að fram- þróun og aukinni framleiðni í útgerð og fiskvinnslu. Samstarfsvettvangurinn hef- ur verið til húsa frá upphafi hjá Samtökum fiskvinnslu- stöðva að Austurstræti 18, 101 Reykjavík. Nánari upp- lýsingar varðandi starfsemi Samstarfsvettvangsins veitir verkefnisstjóri í síma 562-3102. Guðbergur Rúnarsson. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iónaðar myndar samstarfsgrunn fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði til að auka við tæniþróun í sjávarútvegi. Aukinn krabbaveiðikvóti í Norðursjó xiivx Á sama tíma og trollveiðar minnka í Dan- mörku fjölgar togurum sem eru gerðir út á krabba og þorsk. Þorskkvótinn minnkar en krabbakvótinn eykst. í Skagerrak og Kattegat er heildarkvóti krabba (ein- búakrabba) 5000 tonn, sem skiptist milli Dana og Svía. Danir fá 3.675 tonn en Svíar 1.325 tonn. Krabbakvótinn i Noróursjó hefur verið REVTINGUR aukinn úr 795 tonnum í 900 tonn. Flestir Danir sem stunda krabba- veióar á stórum bátum veiða í Noregs- hluta Norðursjávarins þar sem enginn kvóti hefur verið settur. Þar er krabbinn yfirleitt stærri og fyrir hann fæst hærra veró en fyrir smákrabbann.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.