Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 42
SKIPASTÓLLIN N
•Ijósm. Guðmundur Sigfússon
Bergur VE er nú oróinn sem nýr.
BREYTT FISKISKIP
Endurnýjun á Bergi VE
fyrír 300 milljónir
- upprunalega skipið horfið!
Nóta- og flottrollsskipið Bergur VE 44 kom til landsins fyrir skömmu eftir breytingar hjá skipasmíða-
stöðinni Nauta Shipyard í Gdynia í Póllandi. Skipið hefur nú verið endurbyggt í tveimur áföngum og
varla er hægt að tala um breytingu því í raun er um algjörlega nýtt skip að ræða.
Brimrún ó$kar út?erð o? áhöfn hjartanle?a
til hamin?ju með BER6 YE 44
í Bergi VE eru eftirtalin tæki frá Brimrún:
Furuno CSH-20F hringsónar Furuno ARP-26 ARPA Furuno RP-15 leiðariti
Furuno CI-60G straumsónar Furuno FR-1510 MK2 ratsjá Furuno GP-1650 GPS og leiðariti
Furuno FR-2115 ratsjá Furuno ARP-15 ARPA Furuno GR-80 D-GPS
11 jpi |Y| 1*11 11 aVi f Hólmaslóð 4 1101 Reykjavík
JLf I 11111 Ull VTIII Sími. 561 0160|Fax. 5610163
Framhlutinn var settur nýr á skipið fyrir
þremur árum og nú var komið að aftur-
hlutanum, þar með talinni brú, íbúðum
og vélarýmum. Skipið var skorið í sund-
ur á samskeytum nýja og gamla hlutans
og nýr afturhluti byggður við þann sem
settur var á skipið í fyrri umferð breyt-
inganna. Umboðsaðili Nauta-stöðvar-
innar hér á landi er Vélasalan hf.
Bergur VE-44 er gerður út af sam-
nefndu fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Að-
aleigandi fyrirtækisins og skipstjóri er
Sævald Pálsson en synir hans tveir, Sig-
urgeir og Eiías Geir, eru stýrimenn á
skipinu og afleysingaskipstjórar.
Heildarkostnaður við breytingar
skipsins að þessu sinni nemur um
um300 milljónum króna og ef tekinn er
með í reikninginn sá kostnaður sem
fylgdi fyrri breytingunni nemur heildar-
kostnaður verksins um hálfum milljarði.
Skipið var lengt um 3 metra og nýtt-
ist hún til stækkunar á lest undir neðra
þilfari, en fyrir vistarverur ofan þilfars. I