Ægir - 01.02.2000, Síða 22
UMRÆÐAN
Hver má eiga
°9 hve mikió?
„Hinir stóru
verÓa stcerri og
öflugri en minni
fyrirtcekin
hverfa. “
Fyrir rúmum tveimur árum samþykkti Alþingi löggjöf
um dreifða eigaraðild í sjávarútvegi þar sem sett var há-
mark á samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein-
stakra aðila, bæði í einstökum tegundum og í saman-
lagðri aflahlutdeild eða heildarkvóta. Samanlagður
kvóti fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila
má ekki vera hærri en 8%. Hámarkið færist þó upp í
12% ef enginn einn aðili fer með stærri hlut en 20% í
félaginu og engar hömlur eru á viðskiptum með hluta-
bréfin.
En þrátt fyrir þessar leikreglur
sem Alþingi samþykkti, með
breytingu á lögunum um stjórn
fiskveiða, þá hefur verið um það
mikil og vaxandi umræða í þjóð-
félaginu að eftir nokkur ár yrðu
hér einungis örfá stór fyrirtæki í
sjávarútvegi.
Spámenn í þessum efnum gefa
sér ýmist sem forsendu að lögun-
um hljóti að verða breytt eða
menn segja einfaldlega að lögin
skipti ekki máli, menn finni leið-
ir framhjá þeim.
Hagræðingarbylgjan
Fyrirtæki hafa á undanförnum
árum verið að sameinast öðrum
eða kaupa upp minni fyrirtæki,
sameina aflaheimildir, sérhæfa
rekstur sinn eða auka breidd og
möguleika til að mæta þeim hag-
ræðingar-og arðsemiskröfum sem
stjórnendur þeirra standa frammi
fyrir. Hinir stóru verða stærri og
öflugri en minni fyrirtækin
hverfa. Almennt virðast menn
sammála um að í sjávarútvegi geti
stórar einingar með fjölbreyttan
rekstur verið hagkvæmar og talað
er um „hagræðingarbylgjú*. En
þó sameiningarferlið hafi haft þau
áhrif að rekstur fyrirtækjanna ætti
að vera orðinn dýrmætari hafa
hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækj-
um ekki hækkað jafn mikið und-
anfarið og önnur og fá þeirra hafi
hækkað í takti við þá sprengingu
sem almennt varð á hlutabréfa-
markaðnum á síðasta ári. Ein
ástæða þess kann að vera sú óvissa
sem er varðandi starfsumhverfið,
ekki síst eftir svokallaðan kvóta-
dóm í árslok 1998. Nú, eftir að
Vatneyrardómur er fallinn hefur
réttaröryggið enn minnkað. Það
hefur því efalaust verið sjávarút-
vegsfyrirtækjunum nægur biti að
taka þá óvissu inn í virði fyrir-
tækjanna.
Snýst allt um
hagræðingu?
Síðasta ár var ekki eftirbátur ann-
arra varðandi breytingar á eignar-
haldi sjávrútvegsfyrirtækja og
upphaf þessa árs slær tóninn fyrir
framhaldið. Þegar horft er yfir
sviðið er ljóst að það eru tvær
stefnur í gangi. Annars vegar eru
einstök fyrirtæki í sjávarútvegi að
sameinast og hagræða eins og að
framan greinir. Hins vegar eru
fyrirtæki í sjávaraútvegi að kaupa
hluti í öðrum sjávarútvegsfyrir-
tækjum og eignarhaldsfélög eru
að gerast umsvifamiklir eignarað-
ilar í sjávarútvegi. Sum fyrirtækin
eru í hvoru tveggja.
Það voru fréttir af því í sumar
að Samherji eignaðist tæplega
40% hlut í Skagstrendingi. Nú
hefúr sá hlutur verið seldur og
Samherji hefúr keypt um þriðjung
hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar. Einnig þótti fréttnæmt að
Burðarás, eignarhaldsfélag Eim-
skipafélagsins, væri jafnframt að
auka hlut sinn í Skagstrendingi og
eftir sölu Samherja á sínum hlut
hefur Burðarás enn aukið við sig
hlut í þvf félagi. I fréttabréfi Eim-
skipafélagsins um mitt síðasta ár
kom fram að Burðarás hefði fjár-
fest á fyrri árshelmingi fyrir hátt í
3 milljarða, einkum í sjávarút-
vegi. Síðan þá hefur Burðarás auk-
ið hlut sinn í HB fyrir rúman
milljarð og nú síðast eins og áður
sagði keypt viðbótarhlut í Skag-
strendingi og í Nasco. Burðarás,
sem er eins og áður sagði eignar-
haldsfélag Eimskipafélagsins, á
orðið umtalsverðan og stundum
ráðandi hlut í mörgum sjávarút-
vegsfyritækjum sem sameiginlega
nálgast það að hafa yfir um 20%
heildarkvótans að ráða. Auk HB
og Skagstrendings má nefna að
fyrirtækið á tæplega 40% í UA og
um fjórðungshlut í Síldarvinnsl-
unni svo þau stærstu séu nefnd.
Það hefur komið fram að það sé
stefna félagsins að fjárfesta í
traustum íslenskum sjávarútvegs-
fyrirtækjum og vera virkur þátt-
takandi í þeirri þróun og upp-
stokkun sem framundan sé á
þessu sviði. Utgerðarfélag Akur-
eyringa hefur einnig verið í frétt-
um vegna kaupa á hlutum bæði í
Jökli á Raufarhöfn og sameiningu
við Hólmadrang.
Grandi og Þormóður rammi
/Sæberg hafa einnig verið um-
svifamikil í kaupum og sölu á
bréfum í öðrum sjávarútvegsfyrir-
tækjum. Þar eru einnig gagn-
kvæm eignatengsl. Þegar fjallað
er um eignabreytingar eða kaup á
bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum
kemur eitthvert þessara stóru fyr-
irtækja gjarnan við sögu.
22