Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2000, Blaðsíða 14
FRÉTTIR Fiskiðjan Skagfirðingur: Hagnaður á fjórða hundr- að milljónir Fiskiðjan Skagfiróingur hf. er eitt af þeim fyrirtækjum í sjávarútveginum sem reiknað er með að komi fyrr en síð- arinn á hlutabréfamarkaðinn. Fyrirtæk- ið hefur birt afkomutölur fyrir árió 1999 sem sýna 344,8 milljónir i hagn- að. Veltufé frá rekstri var á sjöunda hundrað milljóna á árinu en í umræðu um afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið bent á aó sú tala gefi oft gleggsta mynd af gengi fyrirtækja í greininni. Rekstrartekjur FISK á árinu 1999 voru 2.422 miUjónir króna en rekstrargjöLd um 1.700 miLljónir. Þegar tillit hefur verió tekið til altra þátta, s.s. afskrifta, fjármagnsgjalda og skatta er niður- stöðutalan 344,8 milLjónir. Línuveiðar á djúpsævi Norðmenn gera tilraun til línuveiða á 800-1500 m dýpi á Rockall svæðinu til að freista þess að finna arðbær verkefni fyrir úthafsveiðiflotann þegar lokið er leyfðum veiðum á hefðbundn- um miðum. I norska blaðinu Fiskaren segir að í tilraunaveiðiferð hafi veiðst alls 89 tonn af 45 fiskiteg- undum. Um 55% aflans voru háfar, og blálanga og grálúða um 15%, en magn þessara tegunda hefði verið meira með því að veiða einungis á þeim slóðum þar sem vitað er að þær halda sig. Af 89 REYTINGIM tonna afla var 34 tonnum af óseljanlegum tegundum hent. Hluta aflans var landað í Frakklandi, um 27 tonnum. Meðalverð á kíló var um 148 ÍSK. Þar eð verð- sveiflur eru miklar á ferskfisk- markaðinum er mikilvægt að vinna frystum djúpsjávarteg- undum þar fastan sess. Tilraunin leiddi í ljós að sumar djúpsjávartegundir er hægt að veiða í troll en ekki á línu, og öfugt. Vonir eru bundnar við að þessar veiðar geti orðið arðbærar. Blý bannað í veiðarfærum Frá 1. nóvember 2001 verður bannað að nota blý í veiðarfæri í Danmörku. Reikn- að er með að danskir fiskimenn endurnýi árlega veiðarfæri sem í eru 500 til 700 tonn af blýi. Blý er hentugt að nota í veiðarfæri. Það er þungt, mjúkt og auðvelt að vinna með það og er auk þess ódýrt og ryðgar ekki. Enn hefur ekki fundist neitt efni jafn hagkvæmt, sem komið gæti í staðinn fyrir blýið. HÁGÆÐA SKiPSTJÖRASTÍR I ALLAR GERÐIR SKIPA 0G BATA Fastir eða fjaðrandi með eða án armpúða. Margar gerðir fóta og áklæða l Jebasto Olíumiðstöðvar og ofnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.