Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1942, Side 73

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1942, Side 73
71 Kennsla tlr. Jóns fór að allmiklu leyti fram i fyrirlestrum, þannig, að hann samdi námsbækur i kennslugreinum sín- um og las þær fyrir nemendunum, en þeir rituðu orðrétt. Hafði sú kennsla tíðkazt mjög allt frá því, er Prestaskólinn var stofnaður. Með þessum hætti varð til m. a. rit lians: Sögulegur uppruni Nýja testamentisins, og gaf hann það út 1904. En mesta ritið, sem hann las fyrir, var Kristileg trú- fræði. Vandaði hann mjög samningu þess og rilaði upp hvað eftir annað, en þó virtist lionum það aldrei nógu vel úr garði gert til þess, að hann léti prenta það. Hann studdist nokkuð við kennslubækur föður sins og gaf út tvær þeirra: Kristi- lega siðfræði, 1894, og Stutt ágrip af prédikunarfræði, 1896. Vakti það fyrir honum, að guðfræðinámið færðist meir í það horf, að stúdentarnir notuðu prentaðar hækur og skrift- um þeirra yrði fremur í hóf stillt. Varð einnig mikil brevting í þessum efnum á kennsluárum hans. Hættu menn smám saman að skrifa skýringarrit yfir bækur Biblíunnar, en lásu í þess stað erlendar skýringar. Þegar Þórhallur Bjarnarson varð biskup, tók dr. Jón við kennslunni í kirkjusögu, og leið ekki á löngu, unz hann tók sjálfur að rita Almenna kristni- sögu. Sneið iiann liana einkum eftir kirkjusögu Hjalmars Holmquists, en jók inn i þáttum úr kristnisögu íslands. Fyrsta bindi sögunnar kom út 1912, en hin þrjú ekki fyrr en eftir það, er hann hafði látið af prófessorsstörfum. Öll hafa þau þó komið að góðum notum við kennsluna i guðfræðisdeild- inni, þólt önnur minni bók hafi verið lögð þar til grund- vallar náminu. Ivristnisaga íslands eftir hann, sem kom út 1925 og 1927, hefur einnig verið höfð við kennsluna í deild- inni. Flestum eða öllum nemendum dr. Jóns bæði fyrr og síðar mun koma saman um það, að hann hafi verið ágætur kenn- ari, Ijós og skýr og skemmtilegur. Kapp hans og fjör og dugnaður var með afbrigðum og hlaut að hrífa menn. Hann krafðist mikils starfs af nemendum sínum og þótti fátt verra en letin. Hann var einnig vinsæll af mjög mörgum þeirra og naut virðingar þeirra. Þeir fundu það glöggt, hvílíka alúð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.