Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 4
2
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS
1947
Öll styrjaldarárin dreymdi ])egna
styrjaldaraðilanna sama jóladraum-
inn — jól friðarins — jól frelsun-
arinnar frá hörmungum stríðsins
— jól hræðralagsins — gleðileg
jól um ger.vallan heim.
Hvernig hefir þessi draumur
rætzt?
Þjóðirnar hafa lifað tvenn jól
síðan styrjöldinni lauk, en þau hafa
verið öll önnur en þær hafði dreymt
um. Stór svæði hnattarins liafa log-
að í ófriði. Þjóðir hafa verið svipt-
ar frelsi. Hungur, klæðleysi, kuldi
og kröm hefir þjáð aðrar. Og jafn-
vel sigurvegararnir liafa ekki haft
ráð á að halda í horfinu í ytri sið-
um. Þær hafa að vísu haidið jól —
en það hafa verið sultarjól móts
við það, sem var fyrir styrjöldina.
Og hvernig er útlilið í dag? Hvað
hafa komandi jól að bjóða? Að
vísu er barist á færri stöðum en
áður, og líf margra þjóða er að
mjakast í áttina til batnandi tíma.
En hve langt er mannkynið ekki
enn frá því að geta fagnað jólum
með trausti á guð og gæfuríka fram-
tíð. Enn geisar styrjöld á nokkr-
um stöðum. „Landið helga“ er að
verða að nýjum orustuvelli. Níst-
andi ótti um aðra styrjöld er að
leggjast sem farg yfir heiminn. —
Vonsviknar og uggandi ganga þjóð-
irnar gegn nýjum jólum, jafnvel
fjær því en nokkru sinni fyrr að
hefja lofgjörð jólahátíðarinnar.
fri&arins
Þannig er þetta. Það er sjálfs-
hlekking að halda öðru fram.
Við íslendingar vorum ein hinna
gæfusömu þjóða styrjaldarinnar.
Við gátum alltaf haldið gleðileg
jól fyrir okkur. En þegar hús ná-
grannans hrennur hlýtur uggur að
fara um áhorfendurna. Og jólin hjá
okkur fengu á sig annan blæ en
áður.
Höfuðeinkenni þeirra urðu liáv-
aði, eyðslusemi og yfirborðsháttur.
Og þessu heldur áfram. Allur jóla-
mánuðurinn er orðinn eins og þjóð-
in sé stödd á sölutorgi, þar sem
vörubjóðendurnir hugsa um það eitt
að yfirgnæfa hver annan með háv-
aða og blekkjandi áróðri. Blöðin
eru lítið annað en skrumauglýsing-
ar. Útvarpið plágar þjóðina með
sama andlega góðgætinu alla daga.
Bækur, heimsfrægar bækur, met-
sölubækur, dýrar bækur í fallegu
bandi, skinnbandi, bækur, sem ekki
má vanta á eitt einasta hcimili í
landinu. Þetta er söngurinn dag eft-
ir dag, eins og öll heill þjóðarinn-
ar velti á því einu, að hún kaupi
sem flestar bækur — dýrastar bæk-
ur — því að á þeim er mest að
græða. Það þarf ekki að draga at-
liygli að því, að engin þessara
makalausu bóka fjallar um höfund
jólanna, starf hans meðal mann-
anna, eða kenningar hans. Innihald-
ið virðist engu skipta. Bara að
bandið sé fallegt og umframt allt
— dýrt.
En jólatrén vanta — aðal jóla-
gleði barnanna, sem menningin Iief-
ir enn ekki svipt hæfileikanum til
að gleðjast við söguna um barnið
í jötunni og einfalda fegurð jóla-
ljósanna.
Jól friðarins virðast hvergi vera
á næstu grösum. Þau koma ekki
sem óboðinn gestur. Maimkynið
þarf mikið að vitkast og mikið að
erfiða til áð geta með sanni sagt:
í dag höldum við jól friðarins.
Áður en því marki verður náð,
þarf mörgu að útrýma, sem í dag
liggur eins og mara á þjóðunum.
Yfirdrottnunar- og kúgunarstefnan
þarf að syngja sitt síðasta lag. Hat-
ur milli þjóða og kynþálta þarf að
hverfa, og innbyrðis þurfa þjóðirn-
ar að læra að líta á samferðafólk-
ið eins og þjóðfélagslega bræður
og systur, sem eiga sameiginlegan
hag að vinna að, og samskiptin við
aðrar þjóðir verða að byggjast á
heiðarleika og virðingu fyrir hags-
munum þeirra.
En þetta verður ekki fyrr en
þjóðirnar og einstaklingarnir hafa
öðlazt þá yfirsýn yfir mannlífið, að
það er
frelsi,
jafnrétti og
bræðralag,
sem þar á að vísa veginn fram á
við.