Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 5
1947 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS Skammdegismyrkrið grúfir yfir landinu. Með jólum tekur dag að lengja, og valdi myrkursins er hnekkt. Jólin 'eru hátíð Ijóss og gieði. Þegar þess var því farið á leit við mig að taka eitthvað saman handa jólahlaði Alþýðumannsins, fannst mér nærtækast að rifja upp stutta ferðaminningu, um sólskins- og sumardag. Fáir munu þeir Islendingar vera, sem ekki kannast við nafnið Skor við Breiðafjörð. Svo nátengt er það nafn þeim örlagaríka atburði, er Eggert Olafsson drukknaði 30. maí 1768. Hefir og kvæði Matthías- ar valdið miklu um að tengja Skor þeim athurðum. Mig hafði lengi fýst að koma í Skor. Satt að segja fannst mér það eins konar skylda íslenzks náttúru- fræðings að koma þangað, líkt og áhangendur Múhameðs telja það sáluhjálparatriði að fara pílagríms- ferð til hinna helgu horga Medina og Mekka. Nú, og pílagrímsferð Þá — og þá fyrst — getum við haldið jól friðarins á jörðu. Það er trú okkar jafnaðarmanna, að* þetta megi takast, og þykjumst sjá rofa fyrir þessum nýja degi framundan. Þess vegna hjóðum við þjóð vorri og samherjum — þrátt fyrir öll þau þrumuský, sem í dag grúfa yfir heiminum — í krafti vonar og trúar á framtíðina, GLEÐILEGJÓL! . H.F. minni var svo langt komið, að kom- inn var ég vestur á Rauðasand og gisti að Móhergi, næst austasta bæn- um, sem þar er byggður. Milli Barðastrandar og Rauða- sands gengur fram allmikill fjall- garður. Heitir Napi þar, sem hæst ber á honum. Fram af honum er Stálfjall, og eru þar mörk milli sveita. Að framan eru fjöll þessi sæbrött, með hömrum í brúnum, en neðar eru brattar skriður, og klett- ar við sjóinn. Sums staðar eru þó grónir brekkugeirar upp milli skriðnaiina, og lítils háttar undir- lendi. Einn sá blettur er í Skor, spölkorn vestan við Stálfjall. Heita Skorarhlíðar þar á milli. Það var sunnudaginn 1. ágúst 1943, sem ég lagði leið mína inn í Skor. Eg var einn á ferð að vanda. Heiman frá Móhergi sér inn undir Skorarhlíðar, en dálítill klettahaus, sem Söðull heitir, skagar þar fram úr fjallinu. Var mér sagt að fara um skarðið fyrir ofan hann, og mundi ég þá finna götuslóðann inn i Skor. Veður var hið fegursta, enda fór ég mér hægt. Inn fyrir bæinn Mela- nes er allbreitt undirlendi, er þar fyrst lágt og kræklótt birkikjarr, en síðan skiptast á mýrasund og mel- ar. Alllangt fyrir innan Melanes er Sjöundá, sem fræg hefir orðið af harmleik þeim, er þar gerðist snemma á 19- öld og Gunnar Gunn- arsson notar í uppistöðu í söguna Svartfugl. Eg staðnæmdist þar við bæjarrústirnar, en bærinn hefir ver- ið í eyði síðan 1921. Ekki veit ég, hvort þar erii enn á sveimi andar þeirra, er þátt tóku í harmleiknum mikla^ en einhvern veginn fannst mér allt umhverfið allt í einu svo skuggalegt og ömurlegt, þótt sól skini í heiði og við sjónum blasti spegilslétt haf svo langt sem augað eygði. En líklega hafa það einung- is verið hinar hálfföllnu rústir, sem orkuðu þannig á hugann. Enginn kemur þar og. svo, að hann finni ekki til, hversu afskekkt og ein- mana bæjarstæðið er í kargaþýfðu, grýttu túni á sjávarbakka, undir snarbrattri fjallshlíð, en langt til næsta bæjar. Má fara nærri um, að þar hafi oft verið ömurlegt í vetrar- hríðum. Hver veit, hvað margar raunasögur hafa skapazt á slíkum afskekktum stöðum, aðeins vegna einangrunarinnar. Eg flýti mér frá Sjöundá, enda er nú skammt inn að Söðlinum, en þegar þangað kemur, er undirlend- ið þrotið með öllu. Þegar ég kom í skarðið, var ekki laust við, að mér hnykkti við. Götuslóðinn, sem ég átti að fara, var örmjór, og bugðaðist þar um snarbratta skriðu, og svo var hart undir, að hvergi markaði fyrir fæti. Nú, leiðin var hættulaus á þurrum sumardegi. Eg fikraði mig áfram, yfir fyrstu skrið- una, síðan yfir dálítinn grasgeira, en þá tók við önnur skriða sýnii brattari hinni fyrri, en handan við hana blasti fyrirheitna landið, Skor- in, við sjónum. Nú var ekki eftir nema herzlumunurinn. Þá skömm léti ég aldrei um mig spyrjast, að (Framhald á 15. síðu.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.