Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 18

Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 18
16 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1947 Norðra-bækumar ávalt glæsilegasta jólagjöfin ÚRVAL ÍSLENZKRA BÓKA: Faxi, eftir dr. Brodda Jóhannesson. Sagan um lilul- deild hestsins í íslenzku þjóðlífi er lýsing á menningarviðhorfum, seni í þúsund ár hafa verið ein upprunalegustu sérkenni íslenzks þjóðernis. lJessi mikla bók er engri annarri bók lík. Hún er undursamlegt ævintýri heillar þjóðar á hestbaki. Prýdd fjölda teikninga eft- ir Ilalldór Pétursson. Bessasfaðir, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, er merkilegt, skemmti- og fræðirit um hið landfræga höfuð- ból og núverandi þjóðhöfðingjasetur. Bókin er myndskreytt og handbundjn í alskinn og talin ein fegursta bók, er gefin hefir verið út á Islandi. Dagur er liðinn, ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti eftir Indriða Indriðason. Saga óbreytts alþýðu- mann og um leið snar þáttur úr þjóðarsög- unni síðuslu 70 árin. Ilér er lýst lífskjörum og aðbúnaði kynslóðar, sem nú er óðum að falla í valinn. Hver íslendingur, sem er vax- inn úr grasi. kannast við söguheljuna. nafnið kann að vera annað en maðurinn er hinn sami. Öræfagletfur, eftir Olaf Jónsson. Þessi skáldsaga liefi r þeg- ar vakið mikla athygli, enda sérstæð og þjóð- leg saga, sein opnar lesandanum leið inn i huliðsheim íslenzkra þjóðsagna, hinnar miklu víðáttu öræfanna. Á Dælamýrum, eftir Helga Valtýsson, er nýstárleg og sérkénni- leg bók hér á landi að stíl og efnismeðferð. Gömul blöð, eftir Elínborgu Lárusdóttur. Snjallar og hnit- miðaðar sögur um tímabær efni. Menn gefa Norðra-bækurnar í jólagjöf og tryggja þannig vinum sínum þjóðleg- ustu, skemmtilegustu og gagnvönduðustu bækurnar. Fjöllin bló, ljóðabók eftir Ölaf Jónsson. Ljóð Olafs Jóns- sonar eru óður til íslenzkra fjalla og öra-fa. Fegurð dagsins, kvæði eftir Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. Það er hlýtt og bjart yfir þessari bók. sem veldur þvi, að lesandinn leggur hana átiægður frá sér. Islendingum hefir jafnan þótt ljóða- bók góð gjöf og svo mun enn. STEI NGERÐUR Ný skáldsaga eftir Elínborgu Lárus- dóttur. Saga þessi segir frá húsfreyj- unni í Norðurhlíð. Það gleymir enginn þessari einbeitlu, raunsæu konu, setn þrátt. fyrir fátækl og einstæðingsskap megnar að gera hina ótrúlegustu drauma að veruleika. Steingerður er sterk kona, róleg og köld að ytra útliti, en heit og fórnfús í hjarta. ÚRVAL ÞÝDDRA BÓKA: Ríki mannanna, eftir Sven Edvin Salje, í þýðingu Konráðs Vilhjáhnssonar. Raunskyggn og heilbrigð ást- arsaga. Að nokkru leyti framhald af sögunni Ketill í Engihlíð, sem hlotið hefir miklar vin- sældir. Rússneska hljómkviðan, eftir Guyr Adams. Rómantísk og heillandi skáldsaga um ástir og örlög listamanna. Verð- launabók í bókmenntasamkeppni Sameinuðu þjóðanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.