Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 11
1947 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 9 skoða umhverfið. Dilkær hraða sér hræðslulega frá þessunr voða, sem að þeim steðjai'í Þetta er íallegt fé, gróskumikið og iðjagrænt gras milli lækja og steina gjörir það sællegt og bústið. Loks sjáum við niður í Fnjóska- dal og yfir í Ljósavatnsskarð. Er þar skyggni lílið, vegna jroku, sem læðist um hlíðarnar. Fnjóská renn- ur í fögrum Irugðum eftir dalnum. Nokkrir bæir liggja út með hlíðun- um, en það, sem mesta athygli vek- ur, er Vaglaskógur, - fyrirheitna landið okkar. Hann blasir við grænn og fagur, en litlu norðar rétt við veginn upp í Ljósavatns- skarð er ömurleg andstæða lians, nakinn og gróðurlaus melur, þar sem efsta gróðurlagið er alveg horf- ið, og þar í kring er að fara á sömu leið, aðeins smáhólmar með grashóliim á víð og dreif. Nú för- um við yfir Fnjóskárbrú, hún er fallegur steinbogi, lík Hvítárbrú í Borgarfirði. Ain var erfiður far- artálmi, áður en hún var brúuð, því að hún er víða grýtt og straum- mikil, og þurfti ofl að bíða svo dögum skipti á vorin til að komast yfir hana. Við stöndum loksins við hlið skógarins, full eftirvæntingar, en göngum hægt. Það er svo margt, ef að er gáð, sem er athyglisvert. Að vitum okkar berst angan ungra trjáa og blóma og við hlustum á fuglakHðinn, sem kveður við. Það er eins og annar heimur hérna inni. Þetta er á virkum degi og við eig- um einar götuna, skógarþröstur flögrar grein af grein og lætur mik- ið yfir sér. Mér finnst hann vilja segja: „Hér á ég heima.“ En hann er velviljaður og segir líka: „Líttu á,“ og hann eða ef til vill bræður bans, fylgja okkur á flögri sínu um skóginn. Hér er gott að vera, og við reikum um skóginn í þeim til- gangi að kynnast trjánum og félög- um þeirra, blómunum og lækjun- um, og ferðin sækist furðu seint. Víða Hggja gömul spor, og marg- ar slóðir troðnar, okkur greinir á um hvaða götur við höfum áður farið. „Manstu ekki eftir þessu tré? Það er svo sérkennilegt, og var það ekki einmitt hér,“ og svo frv. Við finnum ótal einkenni, en allt um það, við förurn alltaf nýj- ar slóðir, því að við finnum þær fyrri aldrei aftur og komumst að raun um, að á 'stóru svæði séu trén svo lík, að við getum ekki áttað okkur vegna ókunnugleika. Trjástofnarnir hafa margvíslega sögu að segja, einn er beinn, annar boginn, sumir ungir og enn aðrir gamlir, en allir bera þeir nierki baráttu sinnar fyrir lífinu. Glöggt má á trjánum greina ýmis veðra- brigði, að þau hafa staðið margan storm og stórviðri og snjórinn hef- ir leikið illa mörg þeirra, en þau standa samt, og numu enn lengi standa af sér hret og hríðar, sem- þarna koma oft. Við setjumst niður sunnarlega í skóginum við lítinn læk, þar sem trén eru orðin strjálli, og hyggj- umst að njóta útsýnisins og veður- blíðupnar. Við tölum um það, hve gott það sé, að búið er að friða þennan stað, og í framtíðinni muni skógurinn aukast og auðga þá, sem heimsækja hann, máttugum minn- ingum um tigna fegurð og ró. Alltaf er það svo, að engin gleði fæst án endurgjalds og oft skiptast á skin og skúrir. Allt í einu skall á rigning og vatnið streymdi úr loftinu í gríðar- stórum droþum, sem- féllu þétt og glitrandi í sólskininu. Svo magnað- ist regnið á skammri stund og huldi himininn og sól í sínum gráa stakki. Fyrir okkur var ekkert annað að gera en að ílýja sem fljótast, ef við áttum ekki að leysast upp og verða að moldu aftur. Eftir stutta stund vorum við orðnar gegnvotar. Trén kvöddu okkur kankvíslega, og kysstu okkur blautum kossi í kveðjuskyni, þegar við hröðuðum okkur fram hjá þeim, heim að gistihúsinu. Spor okkar mörkuðust í mjúka moldina. Þetta var hressandi og eftir- minnilegt bað eftir heitan dag. Þ. G. ' Jóla- og nýórs-messur: Aðfangadag jóla, Aknreyri kl. 6 e. h. •— Jóladag, Akureyri kl. lt f. h. — Jóladag, Lög- mannshlíð kl. 2 e. h. — 2. jóladag, Akureyri kl. 11 f. h., barnaguðsþjónusla. — 2. jóladag', Glerárþorpi kl. 2 e. h., barnaguðsþjónusta. -— Sunnudaginn milli jóla og nýárs: Akureyrar- kirkju kl. 11 f. h., sunnudagaskóli. — Akur- eyrarkirkju kl. 8.30 e. h., jólafundur æsku- lýðsfélagsins. — Gamlársdag, Akureyri kl. 6 e. h. — Nýársdag, Glerárþorpi kl. 2 e. h. •— Nýársdag, Akureyri kl. 5 e. h. Jóla- og nýórs-samkomur Hjálprœðishersins á Akureyri 1947—48: 1. jóladag kl. 8.30 Hátíðasamkoma, jóla- fórn. — 2. jóladag kl. 2 Jólafagnaður sunnu- dagaskólans. — Kl. 8.30 Jólatré fyrir almenn- ing. Aðgangur kr. 2.00. — Laugardag 27. des. kl. 8 Jólafagnaður sjómanna. Sérslaklega hoðna. — Sunnudag 28. des. kl. 2 Sunnudaga- skóli. — Kl. 8.30 Hjálpræðissamkoma. -— Mánudag 29. des. kl. 3 Jólafagnaður gamal- menna. Þriðjudag 30. des. kl. 8 Jólafagn- aður Heimilasambandsins. — Miðvikudag 31. des. kl. 4 Jólátréshátíð fyrir börn. Aðgangur kr. 1.00. Kl. 10.30 Vökiiguðsþjónnsta -— Saineiginleg ineð Krislniboðsfélaginn. Nýársdag 1. jan. kl. 8.30 Nýárssamkoma. -— Föstudag 2. jan. kl. 8.30 Jólatrésliátíð_ fyrir almenning. Aðgangur kr. 200. — Þriðjudag 6. des. kl. 8.30 Jólatréshátíð fyrir almenning. Verið hjartanlega velkomin á jóla- og ára- mótasamkomurnar!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.