Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 7
]947 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS SPARISJÓÐSBÓKIN HENNAR MÖMMU Á hverju föstudagskveldi sett- ist mamma við hvítskúrað eldhús- Ijorðið og taldi vikukaup pabha upp úr litla umslaginu, sem hann hafði komið með heim og fengið henni. Andlit mömmu, sem annars var svo bjart og slétt, varð þá aldrei annars vant hrukkótt og áhyggju- legt. Vikukaupinu deildi hún í ýmsa staði: „Húsaleigan“, sagði mannna og hlóð nokkrum krónum í hlaða. „Kaupmaðurinn“, sagði hún og nýr lilaði bættist við. „Skósólning“, sagði hún enn og taldi smápeninga frá, og þannig hélt hún áfram. Við störðum á það í oívæni, hvernig minna og minna varð eftir óráðstafað, en að lokum spurði pabbi, hvort ekki væri fleira, sem greiða þyrfti. Og ef mamma hristi höfuðið, vörpuðum við öll ötul- inni af feginleik og hófum störf okkar eða leiki á ný. Við vissum, að mamma mundi líta brosandi upp og segja: „Þetta var gott — við þurfum þá ekki núna að fara í sparisjóðinn“. Það var dásamlegt með spari- sjóðsbókina hennar mömmu. Við vorum öll mjög hreykin af henni. Hún veitti okkur djúpa öryggis- kennd. Enginn þeirra, sem við þekktum, átti sparisjóðsbók í stóra bankanum inni í borginni. Eg man, þegar Jensen-fjölskyld- an var rekin út á götuna, af því að Jensen gat ekki staðið í skilum með húsaleiguna. Við börnin stóð- um og horfðum á, meðan ókunnug- ir menn báru húsgögnin út úr hús- inu. Var þetta í rauninni liugsan- legt? Gæti það komið fyrir, að við yrðum einbvern tíinann að þola slíkt ofbeldi? Hin mjúka, hlýja hönd Maju litlu greip um mína. „Við eigum peninga í banka,“ sagði hún bug- hreystandi, og ég varp öndinni feg- inslega. Þegar Níels hafði lokið gagn- fræðaprófi, fýsti hann í verzlunar- skóla. „Það er skynsamlegt,“ sagði mamma, og pabbi kinkaði kolli. Við drógum stólana að borðinu og settumst eftirvæntingarfull. Fal- lega skrínið, sem frænka liafði sent okkur heiman frá Noregi, var tekið ofan af hillu og sett fyrir framan mömmu. Þetta var „litli bankinn“. Til bans var gripið, þegar eittbvað bar út af, eins og t. d. þegar Kristín handleggsbrotnaði, eða Maja fékk hálsbólgu og pabbi varð að kaupa meðul í lyfjabúðinni. Níels hafði reiknað út kostnað- inn: Svona mikið í kennslugjald, svona mikið fyrir bækur. Mannna horfði lengi á þetta reikningsdæmi. Svo taldi hún peningana í „litla bankanum“. Þar var ekki nóg. Mamma var alvarleg í bragði og mælti mjúkum rómi: „Við viljum helzt ekki þurfa í sparisjóðinn, er það?“ Við hristum öll höfuðið. „Eg get unnið lijá Dillon kaup- manni í fríinu,“ sagði Níels. Manmia brosti glaðlega og rit- aði einhverja tölu bjá sér, lagði (Kalhryn Forbes er fædd í Kali- forníu, en foreldrar hennar voru norsk- ir vesturfarar. Ifið friðsæla, en fátæka hernskuheimili hennar er oftast bak- grunnur ritverka hennar, og er tali'ð. að hún hafi stuðlað mjög að því að áuka skilning Aineríkumanna á nor- rænni skapgerð og hugsunarhætti.) saman og dró frá. Pabbi reiknaði þetta allt í huganum. Hann var bráðfljótur í hugareikningi. „Það nægir ekki,“ sagði hann. Svo tók liann út úr sér pípuna og horfði lengi á liana. „Eg hætti að reykja,“ sagði hann allt í einu. Mamma seildist yfir borðið og strauk hendinni um vangann á pabba, en sagði ekkert og skrifaði nýja tölu niður. „Eg get gætt barna Sondermans- hjónanna á fimmtudagskvöldin,“ sagði ég. Við vorum öll í sólskinsskapi. Enn höfðum við yfirstigið vandann án þess að þurfa að gríþa til spari- sjóðsbókar mömmu. „Litli bank- inn“ hafði reynzt nægur'. Hann leysti margan vandann það ár, man ég var: Karen fékk nýjan kjól, hálskirtlarnir voru teknir úr Maju og ég fékk skátabúning. Og að baki alls erfiðis okkar var hin örugga vissa, að hægt yrði að grípa' til sparisjóðsbókar mömmu í stóra bankanum inni í borginni, ef allt annað þryti. Jafnvel þegar verkfallið skall á, laldi mamma ástæðulaust að æðr- ast. Við lögðum okkur öll í líma við að fresta göngunni í bankann inni í bænum. Það var eins og æs- andi leik’ur. Við litum á það sem sjálfsagt, er við urðum að flytja skrifborðið fram í eldhús, svo að hægt væri að leigja stofuna út. í þetta sinn vann mamma stund- (Framhald á 15. síðu.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.