Dýraverndarinn - 01.11.1959, Page 2
„Svífur að haustið og svalviðrið gnýr"
Eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni.
ÞÁ er nú þetta blessað sumar liðið og haustið
gengið í garð.
Þetta sumar hefur verið mörgum bóndanum
erfitt, einkum þeim, sem hvorki hafa súgþurrkun
né nægilegar súrheystættur, að ég nú ekki tali um
þeim bændum, sem kunna ekki enn að nota yfir-
breiðslur, en slíkt er nú reyndar ófyrirgefanleg
vankunnátta eða öllu heldur hirðuleysi og
ómennska, því að yfirbreiðslur á hey hafa hjálpað
Sunnlendingum ótrúlega vel, síðan þeir komust
upp á að nota þær.
Þurrkarnir þetta síðastliðið sumar voru svo
stuttir, að trúa mín er sú, að mikið væri enn
óhirt af töðu, hvað þá af útheyi, ef ekki væru
brúkuð þessi hjálpartæki, sem farið er að nota
á síðari árum, en við þessi vandræði og úrræða-
leysi máttum við, gömlu bændurnir, stríða, og
var þá ekki von á góðu með afkomu búpenings
í vondum vetrum og vorum, sem oft fylgdust að.
Þá þekktist ekki að gefa fóðurbæti með þessum
rudda, og fór þá oft illa hjá þeim, sem ekki áttu
gömul og góð hey til að gefa með vondu, nýju
heyjunum. Hlutskipti bústofns þeirra varð að
sjálfsögðu oftast hordauðinn, sem við Islendingar
vorum lengi alræmdir fyrir.
Páll Zóphóníasson hefur í mörg ár varað bænd-
ur við slæmri ásetningu á haustin, svo ekki verð-
ur honum um kennt, en því miður hafa orð hans
ekki verið nógu vel heyrð. Að vísu eru nú orðið
miklu betur fóðraðar skepnur almennt en áður
var, og er það alls ekki á nokkurn hátt þakkandi,
þar sem öll þau hjálparmeðöl eru nú, sem ekki
voru til áður: Yfibreiðslur, súrheysgryfjur og
turnar, súgþurrkun víða og ágætur fóðurbætir,
sem getur bætt upp vondu heyin, svo að fullu
gagni komi. Það sýndi sig bezt veturinn 1955 til
1956.
En betur má, ef duga skal. Vanfóðrun er alls
ekki útdauð hér á landi. Hennar mun talsvert hafa
gætt síðastliðinn vetur og vor. Vanhöld, sem urðu
hjá sumum bænum, hygg ég, að stafað hafi að
nokkru leyti af vanhirðu og fóðurskorti, þó að
sums staðar kæmu til veikindi í sauðfé, bráða-
pest o. fl. Þegar á þessum vanhöldum bar í fyrra-
vor, eftir eitt hið bezta sumar og ég vil segja ekki
meir en meðalvetur, við hverju geta menn þá ekki
búizt nú eftir þetta sumar, ef svo kæmi harður
vetur? En þetta hefur oft fylgzt að, — það er
reynsla, sem ekki verður mótmælt. Þetta þurfa
bændur að muna.
En fóðurskortur og hordauði mega til að hverfa
úr þessu landi, því að hvorugt á sér nokkra afsök-
un lengur. Það á bókstaflega. enginn maður að
hafa rétt til að eiga skepnur upp á það að hafa
ekki nægielgt fóður handa þeim á haustdegi.
Hræðilegt er það tjón, sem eigendur bíða, eyða
ekki einungis öllu vetrarfóðrinu fyrir ekki neitt,
heldur tapa líka skepnunni sjálfri, en ef ekki er
um óþokka eða illmenni að ræða, þá eru tapinu
þyngri allar þær sálarkvalir, sem við það bætast,
þegar menn horfa upp á og umgangast þessa góð-
vini sína veika og ósjálfbjarga, unz yfir lýkur.
Það er meira en tárum taki fyrir hvern góðan
dreng að verða sjónarvottur að öllum þeim kvöi-
um, sem skepna Iíður við að bíða þess dapra dauða
að verða hungurmorða.
Ég hef ekki, frekar en aðrir gamlir menn, kom-
izt hjá að taka eftir, hve sumir fjármenn komast
af með miklu minni heygjöf en aðrir á sömu bú-
jörð. Þetta hygg ég aðallega liggi í tvennu: Að
hýsa allar skepnur snemma á haustin eða í fyrstu
hretum og flokka fénaðinn vandlega í hús eftir
vænleika hans.
Á síðari búskaparárum mínum tók ég lömbin
strax í fyrstu hretum og sleppti þeim ekki aftur
fyrr en þau fóru frá húsi fyrir fullt og allt. Ég
háraði þeim ofurlítið, eða sem svaraði einum
kýrlaup á 20—25, en beitti þeim alltaf. Þetta lán-
aðist mér svo vel, að þessum sið hefði ég haldið,
þótt ég hefði átt eftir að búa í hundrað ár. Mér
66
DÝRAVERNDARINN