Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 5
göngu lifðu á landbúnaði, hafði á ekkert annað
að stóla en afurðir fénaðarins, víða ekki einu sinni
því til að dreifa, að menn ræktuðu garðávexti til
heimilisþarfa. Þegar á þetta er litið, er fátt, sem
sýnir betur, hve Islendingar í fásinni sínu og van-
getu voru seinir að átta sig á gildi vísindalegrar
þekkingar og raunhæfrar kunnáttu en einmitt sú
staðreynd, að fyrsti dýralæknirinn hér á landi er
ekki skipaður fyrr en undir síðustu aldamót, að
hann er eini dýralæknirinn fram að 1910 — og
dýralæknar eru hér einungis fjórir fram að 1934.
Samhliða þessu mætti einnig benda á það, að er-
lent ríki, en ekki íslenzka ríkið sjálft, leggur Is-
lendingum til fyrstu áhöldin og tækin, sem þeir
eignast til rannsókna á búfjársjúkdómum — og
það gerist árið 1930, en ekki fyrr en fyrir rúmum
áratug — eða árið 1948 — er reist sérstök stöð,
sem rannsakar mein búfjár!
Það var föstudaginn 7. september 1934, að
Dýralæknafélag Islands var stofnað í Reykjavík,
og voru stofnendur einungis 6. Fyrstu stjórn fé-
lagsins skipuðu: Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir á
Akureyri, formaður, Hannes Jónsson, dýralæknir
í Reykjavík, og Jón Pálsson, dýralæknir á Selfossi.
Sigurður var síðan formaður félagsins til 1943,
að Jón Pálsson tók við formennskunni, en árið
1958 var Ásgeir Þ. Ólafsson, dýralæknir í Borgar-
nesi, kjörinn formaður. Nú eru félagsmenn nær-
fellt þrisvar sinnum fleiri en þeir voru í upphafi.
Um starfsemi þessa félags skal hér ekki fjölyrt,
en hins vegar vikið að áhrifum íslenzkra dýra-
lækna á dýravernd með íslenzku þjóðinni. Það er
auðsætt, að allt þeirra starf hlýtur að leiða til
aukins skilnings og þekkingar á nauðsyn bættrar
meðferðar á dýrum. Islendingum hefur þegar skil-
izt, að gott viðurværi, vönduð húsakynni, þrifn-
aður og góð aðhlynning er skilyrði fyrir góðu
heilsufari mannfólksins, og dýralæknar hafa mjög
stuðlað að því, að íslenzka þjóðin lærði, að sama
máli gegnir um húsdýrin. Þá hafa þeir og kennt
mönnum ýmis ráð til að draga úr þjáningum
sjúkra dýra.
En auk þessa hafa ýmsir íslenzkir dýralæknar
stutt þau samtök, sem hér hafa starfað að dýra-
vernd. Sigurður E. Hlíðar, fyrsti formaður Dýra-
læknafélags íslands, hefur löngum verið virkur
þátttakandi í starfi dýraverndunarsamtakanna.
Hann var í tíu ár formaður Dýraverndunarfélags
Islands, hefur skrifað margt um dýr og dýravernd,
átt þátt í setningu laga og reglugerða um þau
mál og alltaf verið boðinn og búinn til að ganga
fram fyrir skjöldu, þegar starfs hans hefur verið
þörf á vettvangi dýraverndar. Ásgeir Ó. Einarsson,
dýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi,
á nú sæti í stjórn Sambands dýraverndunarfélaga
Islands, og Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, hefur
verið dýraverndunarsamtökunum mjög hlynntur
og reynzt þeim hollur ráðgjafi um fjölmargt. Þá
er Dýraverndaranum kunnugt, að Guðbrandur
Hlíðar, dýralæknir Skagfirðinga, er ritari í stjórn
Dýraverndunarfélags Skagafjarðar, sem hefur
starfað svo, að öllum öðrum dýraverndunarfélög-
um mætti vera til fyrirmyndar. Hefur það haft
geipimikil áhrif, og rétt þykir að benda á þá stað-
reynd, að á Sauðárkróki kaupir tíundi hver maður
Dýra ver ndar ann!
Dýralæknafélag Islands er orðið það fjölmennt
og hefur svo góðum starfskröftum á að skipa, að
í framtíðinni má vænta af því mikils starfs og
heillaríks, og um leið og Dýraverndarinn þakkar
starfsemi og áhrif íslenzkra dýralækna á vettvangi
dýraverndar og óskar hinu tuttugu og fimm ára
gamla félagi framtíðarheilla, óskar hann, fyrir
sína hönd og Sambands dýraverndunarfélaga Is-
lands, blessunarríks samstarfs á komandi árum.
Á næsta ári verða veitt tvenn verðlaun úr Minn-
ingarsjóði Jóns Ólafssonar bankastjóra fyrir rit-
gerðir um dýravernd eða frásagnir um dýr og sam-
búð manna og dýra, vel og skemmtilega skrifaðar
og líklegar til að auka skilning á dýrunum og til-
finningu fyrir góðri meðferð á þeim.
Þátttakendur geri svo vel að senda ritgerðir sín-
ar og frásagnir til ritstjóra Dýraverndarans, póst-
hólf 1342 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. Þær skulu
merktar dulnefni, en nafn og heimili höfundar fylgi
í lokuðu umslagi.
Áskilinn er réttur til að birta í Dýraverndaranum
þær ritgerðir eða frásagnir, sem verðlaunaðar verða.
Vegna hins lága veðgildis peninga hefur verið
ákveðið að bæta nokkru fé við verðlaunaupphæð-
ina, og verða verðlaunin eins og undanfarin ár:
1. verðlaun kr. 350.00
2. verðlaun kr. 250.00
DÝRAVERNDARINN
69