Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 8
Arsþing Sambands dýraverndunarfélaga Islands
FYRSTA ársþing Sambands dýraverndunarfélaga
Islands var haldið í Reykjavík 8. nóvember s.l.
Stjórn sambandsins skipuðu: Formaður Þor-
björn Jóhannesson, kaupmaður, Reykjavík, rit-
ari Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, s. st.,
gjaldkeri frú Þorbjörg Bjarnar, s. st., og með-
stjórnendur Björn Gunnlaugsson, kaupmaður,
s. st., Skúli Sveinsson, lögregluþjónn, s. st., Vagn
Jóhannsson, kaupmaður, Silfurtúni, og Þórður
Þórðarson, verkstjóri Hafnarfirði. Var öll stjórnin
mætt á fundinum nema þeir Vagn Jóhannsson og
Skúli Sveinsson, sem báðir boðuðu lögleg forföll.
Varamenn þeirra, Tómas Tómasson, framkvæmda-
stjóri, Reykjavík, og Björn Jóhannesson, forstjóri,
Hafnarfirði, voru báðir mættir.
Formaður sambandsins kvaddi Eirík Stefánsson
kennara til fundarritara, bauð fulltrúa velkomna
til þings og minntist síðan látins félaga, Helga
prófasts Konráðssonar á Sauðárkróki, sem hafði
verið mjög áhugasamur og þarfur félagi Dýra-
verndunarfélags Skagafjarðar. Stóðu fundarmenn
úr sætum sínum til virðingar við minningu séra
Helga.
Þá var skipuð kjörbréfanefnd, og hlutu í henni
sæti: Þórður Þórðarson, Ingimar Bogason og Mar-
teinn Skaftfells.
Fulltrúar voru:
Frá Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur:
Einvarður Hallvarðsson bankafulltrúi, Gottfreð
Bernhöft stórkaupmaður, Hilmar Foss dómtúlkur
ekki aðeins kærkomin fæða, heldur ljúfur vorboði,
sem fyllir loftið klið lífsins. Sú náttúra er ekki
líflaus, sem nýtur búsetu haftyrðilsins. Haftyrð-
illinn er varpfugl við Grænland allt niður að 78°
norðurbreiddar og einnig á Novaya Zemlya. Á
vetrum heldur hann suður á höf, allt suður fyrir
New York að vestan og suður um Bretlandseyjar
að austan. 1 óveðrinu berst hann oft langt fram
til dala hér á íslandi. Komið hefur fyrir, að haf-
tyrðlar hafa fundizt á götum Reykjavíkur.
Þorsteinn Einarsson.
og skjalaþýðandi, Marteinn Skaftfells kennari,
Ófeigur Ófeigsson læknir, Valdimar Sörensen
garðyrkjumaður og frú Viktoría Blöndal.
Frá Dýraverndunarfélagi Garðahrepps:
Guðmundur Gíslason Hagalín og Óttar Proppé
starfsmaður í ameríska sendiráðinu.
Frá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar:
Björn Jóhannesson forstjóri, Jón Sigurgeirsson
skrifstofum., Sigurður Þórðarson brunavörður og
Þórður Þórðarson verkstjóri.
Frá Dýraverndunarfélagi Sauðárkróks:
Ingimar Bogason verzlunarmaður.
Frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar:
Eiríkur Stefánsson kennari.
Gestir fundarins voru Sigurður E. Hlíðar, fyrr-
um yfirdýralæknir, og Bjartmar Guðmundsson,
bóndi og alþingismaður á Sandi í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
Stjórn sambandsins gaf ýtarlega skýrslu um
starf þess, og hefur flestum þeim málum, sem
það hefur haft afskipti af, verið hreyft hér í blað-
inu. Ýmsar kærur höfðu borizt sambandinu, og
hafði þeim verið fylgt eftir af festu og eins og lög
standa til. Þess má sérstaklega geta, að Dýra-
læknafélag Islands sendi stjórninni fyrirspurn um
samvinnu að aðgerðum til að vinna gegn slysum
á dýrum úti á þjóðvegum. Stjórn sambandsins
fagnaði þessari beiðni og svaraði málaleituninni,
og lagði hún fram tillögu í málinu á þinginu.
Stjórnin skýrði mjög ljóslega fjárskipti milli sam-
bandsins og hins nýstofnaða Dýraverndunarfélags
Reykjavikur. Að loknum þeim formsatriðum, sem
framkvæma þurfti á fundum, var endurskoðunar-
skrifstofu Björns Steffenssens og Ara Thorlaciusar
falið að skipta eignum og sjóðum og setja upp
bókhald sambandsins og Dýravemdunarfélags
Reykjavíkur. Þegar þessu var lokið, héldu stjórnir
sambandsins og Dýraverndunarfélags Reykjavíkur
sameiginlegan fund, og voru stjórn félagsins af-
hentir sjóðir og helmingur innstæðu Dýravernd-
unarfélags Islands í Landsbankanum, að upphæð
kr. 30.914.00.
Fulltrúar hinna einstöku félaga fluttu skýrslur
72
DÝRAVERNDARINN