Dýraverndarinn - 01.11.1959, Side 15
Lambey, Lambeyri, Laxamýri, Reyðarfjörður, Sil-
ungapollur, Sauðanes, Sauðhagi, Sauðadalsá,
Svínavatn, Svínafell, Svínahóll, Svínanes, Svína-
bakkar, Uxahryggir, Ormalón, Ormsstaðir, Svín-
árnes, Grísará, Hestfjall, Hestaklettar, Grísaból,
Geiteyjarströnd, Geitafell, Högnastaðir, Birnings-
staðir, Galtalækur, Kópavogur, Lundey, Geirfugla-
sker, Flugumýri, Sílalækur, Hestlækur, Þorska-
fjörður, Melrakkaslétta, Melrakkadalur, Sauðeyj-
arsund, Æðarsker, Stórfiskasker, Svartbakssker,
Valshöfði, Lómavatn, Marðarnúpur, Gæsadalur,
Gedduvatn, Lómatjörn, Gæsir, Æðey, Laxárvík,
Mávavötn, Urriðavötn, Nauteyri, Nautaþúfa, Geit-
hamrar, Nautadalur, Hrafnaklettur, Hrafnabjörg,
Hestfjörður, Hestfjarðarheiði, Skötufjörður,
Rjúpnafell, Hestabrekkur, Hegramýrar, Uxatind-
ur, Uxahver, Sauðavað, Rjúpnaheiði, Kálfá, Kisu-
klöpp, Skjónafell, Mývatn, Kattarfoss, Kálfagil,
Lambahraun, Urriðaá, Urriðatjörn, Lambamúli,
Sauðavatn, Sauðahraun, Hestárgil, Krumma-
skarð, Hrútafjöll, Tófuöxl, Hvalfjara, Mávabjarg,
Kálfafjöll, Hrafnagil, Trippaskál, Þorskfjall, Hrút-
ey, Kaplasund, Kaplaskjól, Hestamöl, Ærlækur,
Gæsafjöll, Álftatjörn, Mávahlið, Lómakot, Mel-
rakkaey, Álftaskálará.
Jurtaheiti:
Geitblöðungur, geitnaskóf, hreindýramosi,
hrossanál, hrossaþari, hundasúra, kattarauga,
lambagras, ljónslöpp, rjúpnalauf, músareyra, sauð-
vingull, tófugras, skollafingur, hrútaber.
Hún hefur sannarlega verið dugleg og natin,
hún Snæbjörg Rósa. Af þessu, sem hún sendir,
getið þið séð, hve dýrin hafa haft mikil áhrif á
orðaforðann í íslenzkunni, og af því má öllum —
eins þeim, sem búa í bæjum og þorpum — verða
ljóst, hve náið hefur verið samband dýra og
manna á Islandi. Þá er gaman að velta því fyrir
sér, hvernig sum örnefnin, sem Snæbjörgu Rósu
eru kunn, hafi orðið til: Skyldi nú til dæmis uxi
hafa farið að álpast upp á þennan uxatind — eða
oiundi lagið á tindinum geta minnt á nautgrip?
Og hvað um þetta Þorskfjall? Mundu fiskimenn
ekki hafa notað það sem mið við sjósókn sína —
eða skyldu menn hafa fundið þorsk þar uppi
‘ og þá hvernig til kominn? . . . En þó að Snæ-
björg Rósa hafi vel gert, þá má enn bæta við —
og þeir ungu lesendur, sem sýna myndarlega lit á
því, munu fá einhver verðlaun.
Gróa og Pési
Mjög ungur vinur Dýraverndarans, Örn Elías-
son, á hinu gamla höfðingjasetri, Reykhólum,
skrifaði Dýraverndaranum í vor, auðheyrilega
hrifinn og glaður yfir samneyti við gróandi líf
vorsins:
,,Kæri Dýraverndari!
Ég ætla að skrifa þér nokkrar línur um Gróu
og Pésa, sem eru fuglar — og agalega skemmti-
leg. Um daginn slapp Gróa út — og Pési líka.
Af því hann var illa fleygur, þá komst hann bara
út á tún, og við náðum honum þar, en Gróa, sem
var vel fleyg, var þotin i burtu og flaug galandi
með hinum fuglunum, þóttist ósköp mikil. Okkur
þótti mjög leitt að missa hana.
Við fórum með Pésa á góðan stað á túninu og
bjuggum þar til hreiður, og hann lagðist í það.
Svo fórum við að leita að Gróu, og hún fannst
ekki. Við fórum í búðina og höfðum Pésa með
okkur. Við spurðum, hvort nokkur hefði séð
Gróu, en það hafði enginn séð hana. Svo fórum
við að veiða síli, og Pési var með í förinni. En
við veiddum ekkert nema sokkinn minn og Pésa.
Það var nú þannig, að ég fór úr sokkunum og
annar lenti í ána, og Eygló teygði sig eftir honum,
en hélt á Pésa, og þá flaug hann í ána. Hann gat
synt eitthvað með vængjunum, en samt sökk hann
nokkuð djúpt. Þá fór Eygló úr skóm og sokkum
og óð út í og náði í hann.
Svo um kvöldið, þá heyrði Nína píp úti, og það
var Gróa að biðja um húsaskjól.
Vertu svo blessaður og sæll.
Þinn
Örn Elíasson."
Dýraverndarinn þakkar þetta vorbréf frá Erni.
Loks er hérna örstutt bréf til ritstjórans frá
Hafsteini Sigurðssyni, skrifað í október. Hafsteinn
á heima á Uppsalavegi í Sandgerði. Það er ekki
margt sagt í bréfinu, en það er svo blátt áfram
og hjartanlegt, að ritstjórinn birtir það sem dæmi
dýraverndarinn
79