Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Qupperneq 12
92 DÝRAVERNDARINN sé sýnd þolinmæSi og vorkunnsemi meSan verið er að sefa liræðsluna í hvert sinn. Ef það dugar ekki, þá rná reiða sig á að svipuhöggin duga ekki heldur. VERTU NÆRGÆTINN VIÐ HUNDINN ÞINN Með okknr fylgdist rakki einn mó- rauður og varð hann að synda yfir Vað- alinn, meira en hundrað faðma. Mbl. Það er ekki i fyrsta sinn sem hundurinn hefur „orðið“ að synda jafnvel breiðar og straumharðar ár. Sá sem segir frá þessu ferðalagi, hefur, að því er virðist, litla tilfinningu fyrir því að það er erfið og hörð barátta fyrir vesalings rakkann að synda „meira en hundrað faðma“. Má og vel vera að „Vaðall- inn“ sé straumlygn, og sund ekki erfitt í honum, og á sumar- dag er hundi ekki ofboðið með nokkuð löngu sundi í lygnu vatni. En huridum er oft boðið meira en góðu hófi gegnir í ferða- lögum, einkum á vetrum, þegar kalt er í ánum, og ef til vill jakahlaup. Þessi tryggu, fylgispöku og vitru dýr láta ekkerc fyrir brjósti brenna. Þau sjá hættuna og skilja vel áhættuna en leggja samt sem áður út í, af þvi að þau vilja ekki yfirgefa eigandann. Þess eru víst ekki mörg dæmi að hundar hafi druknað í ám, en fyrir hefur það komið. Þeir eru margir svo furðulega táp- rniklir og ötulir að synda, og þola að synda í jökulköldum vötnurn lengur en ætla mætti. Ef þeir eru loðnir og feitir, blotna þeir ekki inn að skinni fyr en eftir nokkra stund. Þetta bjargar nokkuð. En eftir að þeir eru orðnir holdvotir, halda þeir ekki lengi út. Þeir verða þá fljótt innkulsa, uppgefast og farast af kuldanum og þreytunni. Þeir, sem halda upp á hundinn sinn, hafa líka hugsun á því að stofna honum ekki út í slíkar þrautir og lífsháska. Þeir láta hann ekki synda yfir árnar og hlaupa þess í milli með sér votan og sárfættan. Þeir taka hann á hestbak og reiða hann

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.