Dýraverndarinn - 01.02.1923, Síða 9
DÝRAVERNDARINN
5
Fræðslubálkur IV.
Apar.
Sú skoðun, að aparnir væru „ummyndaöir menn“ var aí-
ment ríkjandi hjá náttúrufræSingum fyrri alda, og þaS er sagt
að hún lifi enn hjá ýmsum villiþjóðum. Þessi skoSun virSist
alveg vera útdauS hjá menningarþjóSum nútímans, hafi hún
nokkurn tima átt sjer staS, en önnur alveg gagnstæð komin
í staSinn, sem sje sú, aS mennirnir sjeu komnir af öpum, og
virSast margir hallast aS henni.
ÞaS er meS apana eins og meS flest önnur dýr, sem ekkí
cru gædd neinni sjerstakri líkamsfegurS, að þeir eiga heldur
litlu láni aS fagna hjá okkur mönnunum, nema að undantekn-
um Indverjum, en hjá þeim eru þeir í miklum hávegum hafö-
ir. Vjer lítum fyrirlitningaraugum á þá, eins og þeir væru
skynlausar skepnur, sem vjer hefðum leyfi til aS fara meS
eftir okkar eigin vild. Þessi fyrirlitning vor er sprottin af fá-
fræði og þekkingarleysi, eins og svo margt annaS i fari manna.
En oss á að lærast aö líta björtum augum eSli allra dýra,
hversu ólík sem þau eru oss sjálfum aS því er o s s virSist.
Aparnir geta bæði veriö fagrir og ófríSir, en þaS fer eftir
því hvaSa tegund þeir tilheyra. LíkamsstærS þeirra er mjög
mismunandi, og senr dæmi má nefna, aö Górillaapinn er fult
eins hár og fullvaxinn maSur, en aftur á móti er silkiapinn
svonefndi á stærS viS íkorna. Sama er aS segja um líkams-
byggingu þeirra, hún er einnig mjög mismunandi. Sumir eru
digrir, aSrir grannir; sumir hafa langa rófu, aörir stutta og
enn aðrir alls enga o. s. frv. HáralagiS er og mjög mismun-
andi; sumir eru kafloSnir en aSrir snöggir á hár og gishærö-
ir. Venjulegast eru þeir dökkir á lit, en stundum geta þeir
verið ljósir og prúðir á hár.
Munurinn á innvortis byggingu þeirra er ekki mjög mikill
og eiginlega miklu minni en ætla mætti, eftir ytra útliti að
dæma. Þó eru höfuSbeinin mjög mismunandi, og fer þaS alt
eftir því, hvort niöurandlitiS er stórt eSa lítiö.
Sumar apategundir hafa einkar einkennilega vangapoka,
sem liggja meSfram vöngunum rjett aftan viS munnvikin.