Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 3 talda galla, og jafnframt einn hinna einkennilegustu og greind- ustu, og skal nú segja nokkur dæmi þess, en flest verSa þau þó um Steöja og matinn. Steöji var matgefinn og matsækinn í meira lagi, enda var oft þar aö aö búa, og kom sjer vel fyrir hann sjálfan, t. d. í erfiöum vetrarferöum, og menn þá, er með voru, því aö fyrir þaö var hann þolbetri og og þrautseigari, enda gafst hann aldrei upp, þótt marga hrakför færi. En ógott var þetta sam- ferðahestum, ef Steöja var gefiö á sama stall eða i samfjelagi með þeim. Beit hann þá eða jós á báða bóga, svo að öllum hugdeigum og lingerðum fjelögum, var frá bægt, og enda ýmsum all-haröskeyttum einnig; óð Steðji þá jafnan yfir hið besta, en leyfði hinurn heldur hið lakara, og sýndi þá oft af sjer töluvert vit. í fullu samræmi við þetta var þá og það, að Steðji var í mesta máta túnsækinn að vori og sumri. Þá voru ekki gaddavírsgirðingar til hjer um slóðir, og þektust varla, en aðeins sniddu eða torf-grjótgarðar um tún og annað, sem girt var. Vanalegast leitaði Steðji uppi hlið túngarða, ef til var, pg notaði sjer hverja stund, er opnað var eða opið stóð, þótt mjög stutta stund væri, en annars fylgdi hann auðvitað þeirri alkunnu og altiðu skynsemdarreglu, að „ráðast á garðinn þar, sem hann var lægstur", og vílaði þá stundum eigi fyrir sjer að „prófa“ yfirför, þó að þetta ,,lægsta“ væri nokkuð hátt. En væri garöur heldur hár allur og í hliðum sæmilega, svo að griphelt teldist, þá „dó Steðji samt ekki ráðalaus“. Því að væri hespa og loka í hliði, ]já dró Steðji lokuna úr og opnaði, eins og „skynsemi gædda skepnan", og væri bundið aftur með snæri eða öðrum spotta, hnýttum með lykkju eða hnúti, þá var Steðji þar við að fitla eða „fikta“, þangað til lykkjan var út dregin eða spottinn tugginn sundur, og hliðið þar með opið. Og Steðji hafði líka vit á að „kaupa hentuga tímann“ til þessa, svo að hann gæti veriö einn og óáreittur að verki, og forðaðist mannlega áhorfendur. Hann hafði þekking og hugs- un á háttum og siðum mannanna; hann vissi og notaði sj.er oft vel það, að í sveitinni er fólkið vant að vaka á daginn, en sofa á nóttunni, og hann fór nærri um, hvenær vanaleg fóta- ferð var að morg-ni og háttatími að kvöldi.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.