Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 6
4.
DÝRAVERNDARINN
Kom þaö því fyrir nokkrum sinnum, aö hann var sjálfkrafa
kominn úr túni út á haga aö morgni, og lá eSa stóö þar helg-
saddur af liesta túngresi, eins og annar sakleysingi, þegar út
var litiö um fótaferö; og þaö brást varla, eftir að vit og reynsla
hans voru orðinn full með efra aldri, aö hann Iteið jafnsak-
leysislega eftir því, að allir væri háttaðir að kvöldi, áður en
hann sýndi sig líklegan til túnsóknar. Var hann þá stundum
svo grandvar, að hann var langt frá og sneri þá afturendan-
um að bæ og túni ellegar laumaðist eitthvað þangað, er ekki
varð til sjeð. En er vel mátti ætla, að allir væri háttaðir, og
helst sofnaðir, þá máttu þeir, sem stundum gerðu Steðja það
til bölvunar og skammar að vaka venju lengur, sjá, að hann
fór að líta út undan sjer heim, og síöan snúa sjer og horfa í
túnáttina; og þegar þá ekkert sást nje heyrðist til manna eða
hunda, þá að fikra sjer heim undir, fyrst ofur hægt og gæti-
lega og síðan rösklegar, annaðhvort aö garði, þar sem lægst
var, eða hliði. Þetta Itlessaðist honum margoft, en einatt varð
hann einnig staðinn að verki, og þá heldur harkalega stuggað
við honum. Var hann þá skrítinn á svipinn, og nrargur sepp-
inn fjekk illa á kjaftinn, er hann var að gjannna og glefsa fyrir
afturendamim á honum, svo að þar með fylgdi einnig rnarg-
ur skrækur. Til haíði hann það líka, að snegla sig aðeins fram-
an í seppana, skaka hausinn illilega að þeim eða stökkva beint
á þá, svo að þeir áttu fótum sínurn fjör að launa, og fara
hvergi undan þeim, fyr en þá maður kom með, og seppar fengu
viö þaö hug og dug til að hefna sín grimmilega.
Svona gkk nú einatt til lijá Steðja í vorgróandanum og
um túnasláttinn.
En þaö var einnig oft erfitt að verja vetrarhey fyrir Steðja;
því að þá hafði hann einnig mikið vit og lag á aö bjarga sjer,
eigi aðeins viö opna heygarða, heldur og jafnvel þar, sem
hey var í lokuðum húsum eða þá önnur björg; hann hafði
líka góða lyst á fiskmeti og kornmat. Væri ])á hespa fyrir
slíku búri, þá dró Steðji hana út og opnaði, eins og fyr var
sagt um garðahlið; en hann komst líka upp á að snúa lykli í
skemmuskrá, ef gleymst hafði að taka hann úr, og opna á
þann hátt, líkt og mannfólkið gerir. En óhönduglega og nokk-
uð seint ganga rnundi þótt hafa, ef mannskepna hefði átt í