Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN
u
gómlu mennirnir, sern lengi hafa sama trúnaöarstarfi gegnt
með heiðri og sóma, aö þeir þola ekki að sjá aöra menn taka
vi’ð störfunum, þótt þeir hins vegar finni kraftana þverra.
Það eru liðin 20 ár siöan jeg keypti Mósa. Það var á Þorra
og folinn þá 5 vetra, alinn upp í stóði og hinn vænlegasti að
sjá. Hugði jeg að í honurn mundi gæðingsefni, svo jeg gaf
honum vel, það sem eftir var vetrar og tamcli hann. Ekki þótti
mjer fjör nje flýtir folans svara til þess, er jeg hafði gert
rnjer vonir um. Seldi jeg hann því manni úr Reykjavík, er
hjer átti leið um, sumarið eftir, á miðjum túnaslætti. Reið
hann Mósa upp að Geysi og Gullfossi, og þaðan syðri leiðina
vestur og heim til sin. Ekki var Mósi fyr úr eigu rninni farinn,
en mig tók að iðra sölunnar, Eftir nokkra daga brá jeg
mjer til Reykjavíkur, hitti eiganda Mósa og mæltist til við
hann, að hann gæfi mjer upp kaupin. Varö það að samn-
ingum. Eigandinn hafði frían reiðtúrinn, en jeg þjelt austur
með Mósa og undi vel við miitt hlutskiíti. Hefði jeg vel getað
tekið undir þessar hendingar vinar míns, Gísla frá Stóradal.
er honurn varð að raula undir líkum kringumstæðum: — „en
selji jeg aftur ungan Jarp, er jeg i slæmurn kröggum". Til
þess kom heldur ekki.
— ------Og nú ertu fallinn, gamli og þarfi klárinn minn,
25 vetra að árum, og án þess að nein ellimörk sæjust á þjer,
enda hefði verið illa launuð löng og góð þjónusta, að biða
þeirra. Það hefði engin bót verið, að bíða þess, að sjá þig
ef til vill heysjúkan eða fóthruman, —• þig, sem aldrei hras-
aðir, eða steigst eitt einasta feilspor á allri æfinni.
Vertu sæll, vinur minn, og hugheilar þakkir fyrir samver-
una! Ljúfar og hlýjar endurminningar og sakleysistár barna
og unglinga fylgja þjer yfir landamærin.
Böðvar Jónsson,
Laugarvatni.