Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 14
12
DÝRAVERNDARINN
Prati.
var hestur nefndur, sem jeg hefi átt. Jeg fjekk hann 10 vetra
hjá Kolbeini Eiríkssyni í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi,
merkum bónda á sinni tiö. En sagöur var Prati ættaöur frá
Skaröi í sama hreppi, orölögöum góöhestabæ.
Prati þótti líka og var alla sina tí'ð meö bestu hestum til
reiðar, og var sjerstaklega snillingur á skeiöi; fór helst ekki
annan gang. Var hann því talinn tilvalinn kvenhestur, enda .
])ótti og konum mesta hnossgæti aö sitja á baki honum. Fór
hann og mætavel undir sööli; í stærra meðallagi á hæð, og'
heldur langur, rennilegur og strykinn með gljáandi búk, jarp-
an, prúður á fax og tagl, og auk ]iess stinnur vel og stöðugur
undir, vel viljugur, einkum í samreið, og hinn hressilegasti að
sýnum og tilburðum.
Prati var einn þeirra hesta, er sýna mjög mikið vit um þaö,
að gera sjer mannamun og skynja hugarþel þeirra, sem við
hann skiftu af svip þeirra, oröum og hreyfingum. Hann var
mjög vel tanlinn og þægur í „brúkun", en styggur í haga, svo
að hann náðist ekki, nema heimrekinn vanalega, og allra síst,
ef hann þá varð var við kulda eða gremju í svip og fasi þess,
er ætlaði að ná honurn.
Hestur ])essi var ánafnaður konu minni og hún hafði yfir-
ráöin á honum, eins og til var ætlast, enda notaði hún hann
einan og vildi engan hest annan en hann, hvenær sem hún
fór eitthvað á hestbaki, og hafði á honum hinar mestu mætur.
Sýndi hún honum því marga og mikla blíðu, bæði í orði og
verki, og hændi hann að sjer með því. En hann kunni þá líka
að meta það og þakka. Sýndi hann það á margan hátt, vit-
samlegan og vinsamlegan, þar á meöal með því, aö gegna
henni í haga, koma alveg til hennar og þig'gja að henni góð
atlot eða þá bita eða sopa. Á yngri árum miun hann hafa veriö
nokkurn veginn jafn viljugur og skemtilegur undir karli senr
konu, enda þá oftar verið karlmannsreiðskjóti. En á efri, og
einkum efstu árum sínum, um tvítugsaldurinn, gerði hann sjer
meiri mannamun, eftir hugarþeli og viðgerðum þess, er við
var að skifta, enda var hann þá og eðlilega tekinn að stirðna