Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARÍNN
7
■eins og hún vissi að nú dygöi engin vörn framar eöa mótstaöa.
AS vetriiium leggur fljótt ís hjer á vogum og sundum, svo
aö hægt er aö ganga eftir honum á milli eyja og hólma. Þegar
þannig stendur á, er fjeS rekiö til haga eftir ísnum, af einni
eyju til annarar. Er ísinn þó oft ósljettur og illur yfirferöar,
þar sm hann brotnar viö eyjarnar um flóð og fjöru. Þótti
mjer þaö hin besta skemtun, er jeg rak íjeö til haga, aö at-
huga háttalag Kollu. Rjeö hún ávalt feröinni. Var oft langt
áundan hópnum. Komst hún títt í vanda, er að ísnum kom,
staönæmdist augnablik, leit eldsnöggt í kringum sig, eins og
hún væri aö athuga hvar árennilegast væri aö leiöa flokkinn
yfir. Stóö þó ekki lengi á því, aö hún tæki ákvörðun um þaö
og breytti ])á ef til vill um stefnu, ef henni leist betur á annar-
staðar. Stiklaöi hún þá svo ljettilega yfir ísklungur og svell-
glotta, sem köttur væri. Á seinni árum var hún þó farin aö
verða ragari aö fara á undan út á ísinn. — Óeirin þótti Kolla
í haga. Kom hún snemma heim með fjeö, ef hún var sjálfráð.
Annrs stóö fjármaður oft yfir fjenu á daginn.
Nafn sitt þekti Kolla vel. Þurfti ekki annað en kalla höst-
ugt nafn hennar, þegar hún ætlaöi aö hlaupa rangan veg, stans-
aði rún ])á snöggvast og leit til baka, eins og hún vunti bend-
ingar um, hvert halda skyldi. Breytti hún þá stefnu um leið.
Haustiö 1922 var rætt um að lífláta Kollu; þótti hún þá
orðin svo gömul. Þaö varö þó úr, að hún liföi um veturinn
og átti að hafa hana gelda. En það varð þó öðrúvísi. Um
vorið eignaðist hún tvö lömb, eins og hún var vön, og var
flutt til lands. Seinna um vorið fanst hún dauö fram á fjöll-
um. Bæöi lömbin lágu við hlið hennar.
Mjer fanst jeg hafa mist vin, er jeg frjetti afdrif hennar.
En á hinn bóginn fagnaði jeg þessum endalokum æfi hennar,
því hvað beiö hennar annað en aö falla fyrir höndum okkar,
hefði hún komið heim um haustið? Jeg varö því feginn að
losna við að sjá byssukúluna eða gadd helgrímunnar sökkva
í höfuð henni.
Maður getur ekki sagt, að Kolla hafi verið nein undra-
skepna. Jeg rita þetta ekki heldur í þeim tilgangi að hefja
hana í neitt hærra veldi í hugum ])eirra, er þetta lesa. En jeg
rita það sökum þess, að mjer er minning hennar kær, og vil