Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN
hlut'. En Ste'öji var hestskepna, og mátti þvi þykja gera vel.
er honum tókst oftar en einu sinni aö opna hús meö lykli.
Fór hann þá aö eins og vísinclalegur rannsóknari: Byrjaöi
á því, að þefa og hnusa og smáfikra meÖ snoppunní viö lyk-
ilinn; fann, aö hann hreyfðist og þá var að reyna, hvernig
hann gæti hreyfst, þá var farið að koma fastar við, nudda og
jaga, og loks Ijitiö í meö tönnum og snúið, svo að dugði.
Á þennan hátt náöi Steöji sjer nokkrum sinnum i góðan bita.
Margur mundi því nefna gamla Steðja römmungsþjóf. En
alt var nú þetta sjálfbjargarviöleitni, sem sýndi mikiö vit, hugs-
un og góöa greind. í
En Steöji hafði líka til að vera gamansamur og smáglettinn:
Einhverju sinni, sem oftar, var Steðji, með góðu leyfi þó, aö
naga túnbala heima við bæ á haustdegi, og horfði jeg á út um
glugga. Kemur þar þá ungúr köttur, hálfgerður kettlingur, og
fer að leika sjer að einhverju smáræöi og- l^otnveltast þar á
balanum, spottakorn frá Steðja. Steðji heldur áfram aö nasla,
en gefur þó kisu skrítilegt auga; svo lítur hann upp og horfir
nokkra stund hálf-lymskulega á læti kisu, og labbar síðan
í hægðum til hennar og að henni. Kisu verður nokkuð bylt
og bælir sig niður ógn lúpulega, en þó er sýnilega Ieikur i
henni. Steðji lýtur höfði niður og horfir á kvikindið litla; tek-
ur síðan kisu í munn sjer, likt og köttur kettling, og gengur
spottakorn með hann þannig, að hún hangir í keng í munni
hans, því að hann hafði náð i nær miðjan hryggbjórinn á henni.
\7issi jeg ekki, hvað verða mundi úr þessu, og hjelt, að meiðsl
eða bani kattarins mundi af hljótast. En það var öðru nær,
bví að von bráðar fór kisu ekki að verða um sel, og af var
henni alt gaman ; og líklega liefir hún fundið talsvert til undan
tönnum klársins; tekur hún þá að sprikla, fær snúið sjer upp
í !oft, og nær með klóm og- kjafti upp í snoppu Steðja, og
klórar og bítur. En Steðja var viðkvæm snoppan, og sleppir
hvumsa, en ekkert sá á kettinum. — En skringilegur var
svipur Steðja, er kisa alt í einu sneri sjer viö og reif í snoppu
hans, svo aö mjer kemur alt af hlátur í hug, er jeg minnist
þessarar viðureignar.
Jeg held, að þetta hafi verið gaman og leikur hjá Steðja,
þótt gamall væri hann þá orðinn, ellegar þá kesknishrekkur.