Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 4
2
DÝRAVERNDARINN
Steðji
hjet hestur, og var nefndur svo af því, aö hann, á tryppisaldri.
var bundinn einn vetur viö smiöjusteöja.
Steöji var meöalhestur í minna lagi aö stærö, en þykkur og
þiettvaxinn og rammur aö afli. Hann var aö lit kallaður
glampaskjóttur eöa glámskjóttur, og glaseygöur á báöum aug-
um. Þótti hann því hvorki fagurlitur nje fríöur í framan, en
greindarlegur til augnanna þó, og nokkur hrekkjalómslegur
á svipinn, enda haföi hann þaö til að vera pörupiltur. Yíirleitt
var hann þó spaklátur og ljet ná sjer, hvar sem var, og hvorki
beit hann nje sló. Hann var mjög þýður eöa mjúkur í gangi
og fór að því leyti vel með alt, sem bak hans bar, bæöi dautt
og lifandi, en blóðlatur var hann jafnt til reiðar og áburðar,
og vddi jafnaðarlegast fara sínu fram um seinaganginn. Þótti
því oftast þreytandi til reiðar og togandi í lest, og varð þá
einn'g oft fyrir illu umtali og tiltali, og auk þess mörgu svipu-
höggi. En Steðji ljet oftast alt þess háttar lítt á sig fá, ööru-
vísi en svo, aö hann eins og hnussaði við, sneri upp á sig, hristi
hausinn og skvetti upp rassinum. Sú var þó alt af bót í máli,
að treysta mátti styrkleik hans og þoli, og var hann fyrir það
betur umborinn. Einnig hafði hann þann góða kost, að hann
var mjög stiltur og gætinn í raun, og ófælinn, þótt nokkuö
gengi á og fyrir bæri skrölt og gauragangur, t. d. í kaupstöð-
um. Bíia lifði hann þó ekki til að sjá og heyra. En telja má
víst, eftir eðli hans og flestum háttum, aö hann hefði mjög
fljótt áttað sig á þeim og litiö þá til þeirra og labbað fram hjá
þeim með fyrirlitningu.
Var stundum einkennilegt og gaman að sjá til Steðja, er
eitthvað óvanalegt bar fyrir hann ; horfði hann þá svo skríti-
lega og jafnvel íhyglislega á fyrirbærið, hallaði undir flatt og
gaut til þess augunum glæhvítum, eða þá labbaði ógn hægt
og gætilega að því og hnusaði, þangað til hann hafði gengið
úr skugga um, að alt væri með feldu, eða þá hjegóminn einber.
Jeg eignaðist Steðja, um 6 vetra gamlan, fyrsta árið mitt
í (iuttormshaga og átti hann síðan meðan hann lifði, fram
yfir tvítugt, og mæli nú svo um eftir hann, aö hann hafi verið
einn af mínum iæstu og gagnlegustu gripum, þrátt fyrir upp-