Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 12
10 DÝRAVERNDARINN Einmitt í þessum smámunum var aðalstarf Gamla-Mósa fólg- i'S. Vegna hans mátti einatt nota þá minstu krafta, sem á heim- ilinu voru, og það kvíöalaust fyrir eldri og yngri. Og alt af lá jafnvel á honum, og stundum virtist eins og hann lilakka til þessara smáferöa, enda hljómaöi í eyrum hans í hvert skifti, sem á liak honum var fariö eöa af baki hoppaS, hve gott heföi veriö aö ríöa horium og hve dæmalaust hann heföi veriö vilj- ugur, en þó þægur, og svo framúrskarandi aögætinn og vitur, því sjálfur heföi hann ráöiö feröinni og valiö besta veginn. Þessi eilífi lofsöngur hljómaöi si og æ í eyrum hans; klapp og kossa hlaut hann í ríkulegum mæli. Jeg tel engan efa á því, aö Gamli Mósi hafi skilið þessi atlot og veriö ánægöur meö lofiö, Jiótt þaö kæmi oftast aöeins- frá ósjálfbjarga börn- um. Og víst er um þaö, aö vel undi hann sjer í barnahópnum, enda var hann hýrlegur á svipinn, þegar hann vissi þau fleiri en eitt á baki sjer. Þá skröfuðu börnin saman eöa sungu hvert í kapp viö annað, en Mósi lyfti höföinu og brokkaöi áfram eftir hljóöfallinu, enda leyndi þaö sjer ekki, að hann haföi undur gaman að öllum söng og barnahjali. Þegar tunslætti lauk, hófst þetta hans mikla starf. Þrisvar til fjórum sinnum sást hann brokkandi á hverjum rúmhelg- um degi út á engjar meö einn eða tvo krakka á baki, og poka fyrir framan og aftan, og þá lá áreiöanlega vel á honum. Þegar búiö var aö láta alt á bak, brokkaði hann í hægðum sínum af staö til engjafólksins, ekki beinustu leiöina, heldur þá bestu, því einfær var hann um að rata, og vissi hvar torfærurnar lágu, sem nóg er af, og varst þurfti barnanna vegna, enda treystu þau honum og kæröu sig lítt þó krókótt væri farið. Gamli Mósi haföi einkarjett á því að ganga í túninu, eftir að þaö var slegið, enda kom honum víst aldrei í hug aö laum- ast af þvi. Hann vissi svo undurvel, að hann mátti ekki bregö- ast því trausti, er til hans var boriö, þess vegna mátti hann ekki leynast eitthvað lengra á burt; enda 1 jet hann sjer oft nægja á milli ferða, að standa viö bæjardyrnar og búa viö þaö, sem úr bænum draup í munn hans. Jeg held, aö Gamli Mósi heföi aldrei sætt sig við aö ann- ar hestur tæki viö þessum störfum hans, enda kom ekki til þess. Fanst mjer að hann mundi likt skapi farinn og sumir

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.