Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.01.1927, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN 13 og letjast. Þótti hann þá einkum óþjálli og ógeöfeldari körl- um en konum; en einkum var hann þó eftirlátur konu minni og brást henni aldrei, aS hann leg'öi franr alt sitt mesta og besta, er hann bar hana. Einhverju sinni var hjá okkur mætur gestur, og vildi koma með rnjer til Hagakirkju. Átti þá að gæöa honuin með því, að setja hann upp á langbesta hestinn, sem til var á bænum, og var honum fenginn Prati. Hugsaði gesturinn gott til, og miun einna helst hafa kviöið því, að reiðskjótinn mundi verða full- fjörugur. En Prati var annars hugar, og ekki á því, að skernta gestum. Reyndist hann mjög ólundarlegur, tregur og óþýður, og á allan hátt svo ógeðfeldur gesti okkar, að hann kvartaði og falaðist eftir hestaskiftum. Var þá skift, og fjekk gestur- inn nautgengan brokkhest, af því að annað var ekki l'yrir hendi, og hrósaði hann þó happi, en jeg settist aftur á Prata, og var hann mjer litlu betri. Öðru sinni fórum við hjón saman bæjarleið. Vildi konan þá gæða mjer á því, að ljá mjer Prata sinn, en reið aftur 'mínum hesti. Þá reyndist Prati mjer svo latur, harður og leiðinlegur, að jeg tók út með því að ríða honum. Jeg varð náttúrlega sárgramur og hugsaöi ekki gott til klársins, og mun líka hafa barið hann. En hann varð því verri, svo að jeg varð skiftum feginn. En er konan var sest á bak klárnum, þá skifti hann um, alt í senn, skap, gang og eins og ljek að hennar skapi. Líkt þessu hagaði Prati sjer oftar, er aðrir sátu á honum en konan; en þó allra helst, ef hún var með á öðrum hesti. Hann vildi auðsjáanlega helst bera hana, en aðra ekki. Prati hafði komist á það, að kona mín gaf honum Dita eða sopa, eða hvorttveggja, úr búri, einu sinni á dag, um líkt leyti dags, nokkuð lengi. En það varð til þess, að hann ljet slíkt eigi fyrnast eða niður falla. Því að hann tók upp á því, aö konra ókallaður eða óboðinn eftir þeim góðgerðum, og gerði það jafnan í sama mund dags og hann hafði helst vanist áður. Kom hann þá vanalega fyrst að bæjardyrum og stóð þar og beið. En ef biðin gerðist löng og útihurð var lokuð, tók hann til að berja að dyrum með framfótarhófi; en væri útihurð opin, fór hann inn og barði á eldhúshurð, ef aftur var, en alla

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.