Dýraverndarinn - 01.10.1963, Page 6
Tll glöggVUllcU"
banda
uppalendum
Um dýr og dýravernd og um illa meðjerð á dýrum.
Ennfremur um íslenzk lög og reglugerðir, sem
varða dýrin.
Albert Schweitzer og lotningin fyrir lífinu.
(Sjá Dýraverndarann 3. tbl. 1960)
Einhver mesti og fjölhæfasti maður og mannvin-
ur, sem nú er uppi, er Albert Schweitzer. Hann er
frægur vísindamaður í guðfræði og afbrigða tón-
snillingur, hann er mikill heimspekingur og ágætur
fæknir, honum voru allir vegir opnir til auðs, met-
orða og frægðar, en hann kaus að fórna starfskröft-
um sínum, þ>ægindum og öllu því, sem yfirleitt er
mest metið, til lækninga- hjúkrunar- trúboðs- og
fræðslustarfa meðal svertingja í Afríku. Fyrir þetta
hefur hann vakið heimsathygli á málstað og menn-
ingarnauðsyn þessara hrjáðu náttúrubarna og fjar-
lægt kynþáttafordóma hugum milljóna í veröldinni.
Enginn vafi er á því, að hann á mikinn óbeinan
þátt í, hve margar svertingjaþjóðir hafa hlotið sjálf-
stæði seinasta áratuginn. Schweitzer er frábær dýra-
vinur. Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr frásögn
herra biskupsins yfir íslandi um viðhorf Alberts
Schweitzers við ábyrgð og afstöðu mannsins gagn-
vart undri lífsins (Leturbr. eru frá ritstj. Dýravernd-
rtrans.):
„Tilveran birtist manninum sem lífsvilji. Sá, sem
hugleiðir hið dularfulla samband milli lífsins í sjálf-
um sér og í kringum sig, hlýtur að ketina lotningar.
Og finnur hann ekki um leið, að honum ber að hafa
sömu afstöðu til alls lífs og hann hefur til sjálfs sín?
Allt, sem lijir, finnur til, eins og vér. Skylda vor er
að hjálpa öllu lifi, sem vér komumst i fceri við. Sá,
sem nemur þá köllun, gerir sér erfiðara fyrir en
hinn, sem lifir fyrir sjálfan sig, en hann finnur jafn-
Albert Schweilzer og eitt af þeim dýrum Afriku, sem
styggust eru talin.
framt þá harningju, sem hann getur öðlazt mesta ...
Allt lif er heilagt, undantekningarlaust ... Það mætti
hugsa sér að flokka lífverur eflir nytsemi og skað-
semi. En sú leið er ekki íær að áliti Schweitzers. Vér
getum aldrei sagt um nokkurt líf, að það sé án
gildis... Hvað vitum vér um hlutverk annarrar lif-
andi veru í sköpunarverkinu? . .. Það fer eflir duttl-
ungum, ltvar skilið er á milli feigs og ófeigs, hvort
rnörkin eru dregirt ofanvert við skordýr eða frurn-
stceðar þjóðir. Hugsjóniri er að þyrma öllu, hlúa að
öllu. Það er ekki unnt að ná þeirri hugsjón, vér
náum ekki takntarki fullkomleikans, en vér megurn
aldrei sætta oss við það, aldrei una því að komast
aðeins af stað, aldrei myrða né meiða rneð góðri
samvizku. Hin góða samvizka er uþpfinning djöf-
ulsins ... Þegar þú hefur líf í hendi þér, ber þér að
spyrja: Rekttr mig nauður til að cyða þessu lifi?
Þú mátt aldrei deyða i hugsunarleysi ... Þvi aðeins
má lifi granda, að líf Hggi við. Og jafnvel þá er það
saknœmt, samvizkuraun.“
.54
DÝRAVERNDARINN