Dýraverndarinn - 01.10.1963, Page 14
Hvenær kemur reáluáerSin?
Aftur og aftur liefur hér verið drepið á samþykkt
þá gegn olíumengun sjávar, sem gerð var í London
á fundi fulltrúa margra þjóða árið 1954 og til er
ætlazt, að sem fyrst verði alþjóðleg í raun, en hún
gekk í gildi 1958. Þegar hafa 19 ríki gerzt aðilar að
samjjykkt þessari, þar á meðal ísland, en ennþá
skortir það á, að fullgerð verði rú reglugerð, sem
gerir lögin um aðild íslands svo virk, að þau nái
tilgangi sínum. Ríkin, sem orðin eru fullgildir að-
ilar að samþykktinni, eru þessi: Ástralía, Bandarík-
in, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ghana,
Holland, írland, ísland, Kanada, Kuwait, Liberíá,
Mexikó, Noregur, Pólland, Stóra-Bretland, Svíþjóð,
og Vestur-Þýzkaland.
Llm það hefur verið getið í Veiðimanniríum, vönd-
uðú og vel rituðu málgagni Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, að veiðzt hafi lax, sem af var olíubragð. Þá
ílutti júníblað ritsins grein, sem heitir Olíuvanda-
málið, eftir ritstjórann. Seinni hluti greinarinnar
hljóðar svo (leturbreytingar gerðar hér):
„En mál þetta er mjög á dagskrá víða um heim,
bæði hjá dýraverndarfélögum og veiðimönnum.^Fít-
ir síðustu heimsstyrjöld hefur skipum fjölgað, sem
nota olíu í stað kola, auk ýmiss konar aflstöðva í
landi, sem olíuúrgangur rennur frá til sjávar. Ýmsir
vilja gera frekar lítið úr þeirri hættu, sem fiskum
stafar af olíunni, en um hitt eru skoðanir ckki sltipt-
ar, að ftjglalífið bíður gífurlegt afhroð og sivaxandi
með hverju árinu af olíubrákinni. T. d. er talið,
að um 100 þús. fuglar hafi drepist af þeim orsökum
við Bretlandseyjar veturinn 1951—52. Tiltölulega
Olíuklístraður fugl.
YFIRÍLIT
yfií löá oé reálwáeíSii*
sem varða líðan og öryggi taminna og villtra dýra
Lög um dýravernd nr. 21., frá 13. apríl 1957.
Lög um búfjárrækt nr. 19, frá 22. marz 1948
(VII. kafli: Um forðagæzlu og fóðurbirgðafélög.).
Reglugerðir: Um llutning búfjár nr. 127, frá 9.
sept. 1958. Um slátrun búfjár nr. 158, frá 23. sept.
1957. Um útbúnað sláturhúsa og kjötfrystihúsa nr.
43., írá 30. apríl 1958.
Girðingalög nr. 24., frá 1. febrúar 1952.
Lög um útflutning hrossa nr. 64., frá 26. nóv.
1958.
Lög um gelding húsdýra nr. 123, frá 27. des. 1935.
Reglugerð nr. 28, frá 6. marz 1959, um geldingu
og alhendingu deyfilyíja til geldingarmanna.
Umferðarlög nr. 26, frá 2. maí 1958.
Lög um lax- og silungsveiði nr. 55, 5. júní 1957.
Lög um eyðingu á rottum nr. 27, 12. febr. 1945.
Lög um hundahald og varnir gegn sullaveiki nr.
7, 3. febr. 1959.
Lög um ítölu (búfjár í haga) nr. 39., 23. maí
1959.
Lög um fuglaveiðar og fuglafriðun nr. 63., 21.
apríl 1954.
I.ög um eyðingu minka og refa nr. 52, 5. júní
1957.
Lög um eyðingu svartbaks nr. 104., 20. des. 1951.
Lög um hvalveiðar nr. 26, 9. maí 1949.
Til eru reglugerðir, sem þarna eru ekki taldar,
en taka þó til meðferðar á dýrum, svo sem fjall-
skilareglugerðir. Ennfremur eru slík ákvæði í lög-
reglusamþykktum.
lítið magn af oliu getur dreifzt um ótrúlega stórt
svœði á sjónum og valdið tjóni að sama skapi. Sem
dœtni er sagt frá þvi, að oliumagn frá einum stað
(þess er ekki getið, hvort það hafi verið frá skipi eða
úr landi) hafi valdið dauða 250 þús. anda og annarra
sjófugla á Norðursjónum fyrir nokkrum árum. Það
virðist því sannarlega ástæða til þess að leggja höf-
uðið í bleyli og reyna að finna ráð til að koma í
veg fyrir þessi fjöldamorð.
Hér við land mun nú árlega farast talsvert af
fugli í olíubrák, og hefur öðru hverju verið sagt frá
því í blöðum.“
62
DÝRAVERNDARINN