Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 20
aranum, að þau mæðginin væru mjög fátæk og æiiu ekkert upp á sunnudaginn, borgaði slátrarinn hon- um vinnuna með stóru ketlæri. Og Jónki fékk sér snærisspotta og iagði af stað heirn með ketlærið í eftirdragi — og mikið hlakkaði hann nú til að borða vinnulaunin sín. Vegurinn var eins og vegir geta verið blautastir eftir hellirigningu, og þegar Lati- Jón kom heim, fórnaði rnóðir hans höndum og hrópaði: „Ja, drottinn minn, — gaztu nú ekki, Jónki skömm- in, haft vit á að bera lærið á bakinu!" „Bíddu við!“ sagði Jónki. „Það er mánudagur, minnir mig — ekki á morgun, lieldur hinn daginnl" Þetta vissi hann þó. A sunnudaginn lá Jónki í hlaðvarpanum, en á mánudaginn fór hann og fékk nú vinnu hjá karli, sem hafði alls konar húsdýr á boðstólum. Hann átti gamalt og magurt asnatetur, og í stað þess að borga Jónka í peningum, afhenti hann honum asn- ann. Jónka fannst það að vonum hart að þurfa að bera asnann á bakinu, en ekki vildi hann þó óhlýðn- ast móður sinni, svo böslulega sem allt hafði gengið. Og ekki linnti hann tilraunum sínum, unz hann var búinn að koma asnanum upp á bakið á sér, og svo lagði hann þá af stað með hann heim til gömlu konunnar. f þetta skipti lá leið Jónka fram hjá húsi auð- kýfings, sem átti mál- og heyrnarlausa dóttur, og læknarnir höfðu verið sammála um, að henni batn- aði ekki nema einhver gæti komið henni til að hlæja. Þetta hai'ði auðvitað verið margreynt, en ekki tekizt, enda hjálpaði þar ekki heyrnin. En stúlkan var vel skýr og bráðlagleg. Og auðkýfing- urinn var svo mæddur og sár út af dóttur sinni, að hann hét því, að hver sem gæti komið henni til að hlæja, skyldi fá hana sjálfa að launum. Nú stóð svo á, að stúlkan sat úti við glugga og horfði út sér til skemmtunar, þegar Lati-Jón fór fram hjá með daglaunin sín á bakinu. Þetta var svo kátleg sjón, að nú gerðist það, sem ekki hafði áður komið fyrir: Stúlkan skellihló. Þar með hafði hún fengið bæði mál og heyrn, eins og læknarnir höfðu sagt. Og það má ríki maðurinn eiga, að hann stóð við orð sín, svo að allt í einu varð I.ati-Jón stórríkur maður. Ekki segir sagan, hvernig hjónabandið gekk, máske hefur Jtað gengið betur en viðskipti Jónka við dýrin, en annars er það ekki nema í ævintýrum, sem laun letinnar eru auður og allsnægtir. Það, sem bíður: í næsta tölublaði verður getið á viðeigandi hátt störrar gjafar til Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands og áheita og gjafa til Dýraverndarans. Þá birt- ist einnig verðlaunafrásögn frú Aðalbjargar Alberts- dóttur og fleira, sent þegar er sett, en hefur þokað í þessu blaði fyrir efni því, sem beint er til náms- stjóra, skólastjóra og kennara. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstjóri: Guðmundur Gíslason Hagalín. Pósthólf 1342, Reykjavik. Sími 18340. ó'erð blaðsins er kr. 50.00. Gjalddaginn 1. april. Afgreiðslumaður er Ingimar Jóhannesson, Laugarásvegi 47, sími 33621. Daglega er unnt að greiða hlaðið á Frœðslu- málaskrifstofunni frá kl. 9—12 f. h, og er æskilegt, að kaupendur komi þar sem flestir við og greiði andvirði Dýraverndarans. Simi er þar 18340. Prentsmiðjnn Oddi h.f, Reykjavík. 68 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.