Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 5

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 5
Villikettirnir i þéttbýlinu Þó undarlegt megi virðast, þá virðist þrífast villi- dýralíf mitt í þéttbýlinu. Stór hópur katta, sem hefur lagzt út og á sér engan samastað lengur, er orðin ein af plágunum. Matarlitlir eru þeir stundum þessir útilegukettir, og þó þeir veiði sér rottur til matar, þá eru þeir ófáir smáfuglarnir, sem verða þessum villiköttum að bráð. Ekki er nokkur vafi á því, að oft svelta þessir kettir heilu hungri og margir þeirra drepast af nær- ingarskorti, þegar hvorki rottu að smáfugl er að fá. Það er áreiðanlegt, að það er öllum fyrir beztu, að þessum villiköttum sé lógað sé þess nokkur kostur. Þá losna þeir við sult og seyru, og þá verður smá- fuglunum bjargað frá því að lenda í kattarmaga. En hvernig á að bregðast við? Dýraverndarinn snéri sér til Skúla Sveinssonar lögregluvarðstjóra, en hann sér um að láta lóga köttum og hundum, þegar lögreglan hefur afskipti af slíku. Skúli upplýsti, að rúmlega 200 kettir hefðu verið aflífaðir af hálfu lögreglunnar það sem af væri þessu ári, en til saman- burðar hefði fjöldinn í fyrra orðið 284. Flest af þess- um köttum er lógað að beiðni eigenda, en einnig er um að ræða nokkra flækingsketti Skúli tók fram, að auk þessa þá annaðist meindýraeyðir borgarinnar af- lífun katta, auk dýralæknanna í umdæminu. Starfs- menn Reykjavíkurborgar hefðu umfram aðra reynt að veiða villiketti, en ekki vissi hann um árangur. Yfirleitt eru það skotvopn, sem notuð eru af lög- reglu og meindýraeyði, en dýralæknar nota meira svefnlyf. Ekki er hægt að koma öðru við, þegar veiða á útileguketti en skotvopni, en það er vandmeðfarið að nota byssur yfirleitt í þéttbýli, og þarf til þess varkára menn og góðar skyttur. Skúli lagði á það áherzlu, að flækingskettir væru mikil plága orðin í þéttbýlinu, en einnig sagðist hann vilja nefna dúfurnar, þegar hann minntist á dýr, sem væru plága í borginni. Utilegukettirnir eru yfirleitt kettir, sem af einhverjum ástæðum hafa lagzt út frá heimilum. Annars er fólk ótrúlega kærulaust um hvort sem er hunda eða ketti, þegar það vill helzt ekki hafa þessi dýr lengur. Ekki taldi Skúli aðrar aflífunaraðferðir heppilegri en Tvær týndar kisur <*$»> \ ffhss ___- . _ B^iur cinn á AatogTóT áUi * ^ \ l>yi as Traíli^,** y Jcöttucii- — \ fcötturfa- Köttur á flandri eKá> 'c0"'(ega viW1 W-'«r n—- Týnd í nutnuð. þær, sem hafa tíðkazt og þegar hefur verið nefnt, en það er skotvopn, ef um vana skyttu er að ræða, og svefnlyf, sem einkum eru notuð af læknum. Dýraverndarinn vill í lok þessara hugleiðinga um útilegukettina í þéttbýlinu, skora á alla kattaeigendur að gæta þess eftir föngum, að kettir fari ekki á ver- gang. Það er mjög mikið um það, að kettir týnist, og kannski ekki alltaf gott að koma í veg fyrir slíkt, því eðli kattarins segir oft til sín. En ef dæma má eftir auglýsingum blaðanna, þá eru þeir margir kettirnir, sem ekki virða þann rétt húsbóndans, að kisa haldi sig heima. Sýnishorn örfárra slíkra aug- lýsinga fylgja hér með í samþjöppuðu formi. Er rkorað á fólk að láta heldur lóga köttum, ef þeir af einhverjum ástæðum ekki geta haft ketti sína leng- ur. Ekki má eiga það á hættu, að kisa leggist út og jafn- vel veslist á þann hátt upp af harðrétti og vosi, þegar lítið er til fanga í vetrarkuldum. DÝRAVERNDARINN 69

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.