Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Qupperneq 21

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Qupperneq 21
Tízkutildrið hættulegt sjaldgæfum dýrum Dýraverndunarmenn um allan heim herða enn andróðurinn gegn veiði sjaldgæfra dýra. Aróður er rekinn gegn því að notuð séu dýraskinn í fatnað, en tízkan er hvað hættulegust ýmsum tegundum. Nú munu 60 tegundir vera í yfirvofandi hættu, en nefnd- ar eru tegundir eins og tígrisdýr, hlébarðar, ýmsar selategundir og krókódílar. Þrátt fyrir aukna baráttu ýmissa dýraverndunar- og náttúruverndarsamtaka er talið, að ein tegund deyi út árlega. Frá því um 1600 hafa um 270 dýrategundir dáið út, og nú á atómöldinni hefur mannkynið hert sig verulega í útrýmingunni. Mestar eru áhyggjurnar af dýrum, sem er slátrað til þess eins að þjóna duttlungum tízkunnar, en erfitt reynist að koma í veg fyrir veiðar sjaldgæfra dýra, þegar offjár er í boði fyrir fallega feldi. Sökin af þessu athæfi er rakin til tízkuduttlunga kvenna, sem vilja skarta helzt því, sem ekki eru á allra herðum. Sem dæmi um hve erfitt er að fylgja eftir friðunar- ákvæðum, þá má benda á, að í Sómalíu í Afríku er gefið meira fyrir eitt hlébarðaskinn en nemur meðal- árslaunum þar í landi. Boð og bönn ná því skammt. Fleiri hólma í Tjörnina Oðru hverju heyrast raddir um að setja fleiri hólma í Tjörnina í Reykjavík. Fuglalífið á Tjörninni hefur löngum þótt vera borginni til yndisauka og eru flestir á einu máli um, að frekar mætti auka fugla- lífið að fjölbreytni, enda fá griðlönd, sem fuglar eiga á höfuborgarsvæðinu. I nýlegu lesendabréfi í einu daglblaðanna er stungið upp á því, að ef settir yrðu fleiri hólmar í Tjörnina, þá væri tilvalið að gróðursetja tré í hólm- ana. Auk þess sem trén yrðu til fegurðar, þá mundu trén verða griðastaður ýmissa fugla, sem hafa minnk- andi næði víðast annarsstaðar fyrir ágangi katta. Tjörnin í Reykjavík er nálega einstök, en gæti orðið enn fegurri með fleiri hólmum og gróðri, og aukið fuglalíf mundi auka á þokka þessarar paradísar. Vonandi sjá yfirvöld Reykjavíkurborgar sér fært að verða við ábendingu þeirra, sem óska eftir fleiri hólmum í Tjörnina. Dýravinir! Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10:00—19:00. Sædýrasafnið DÝRAVERNDARINN 85

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.