Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Síða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Síða 12
Það má tvímælalaust nota byssur við þessar veiðar, og á þeim stöðum, þar sem ætla má að selur styggist, þá má vafalaust nota hljóðdeyfa á byssurnar. Bændur kunna yfirleitt það vel til verka, að þeir munu geta notað byssur með ekki síðri árangri en selakeppina, að maður tali nú ekki um hnefana, þó varla verði því trúað að það sé algeng aðferð, þótt hún hafi komið fram í frásögn viðkomandi blaðamanns. Þegar lesnar eru sl/kar lýsingar, eins og að framan getur, þá verður það ljóst að setja verður reglur um selveiðar, svo að þær fari fram á þann hátt að dýrin séu aflífuð sem mest kvalalaust. Nú á tímum er það algjörlega óþarfi að fara að á þennan hátt. kosti sumum hverjum, að aðferðir þeirra séu ekki sem fallegastar, því að í einni frásögninni hefur blaða- maður eftir einum veiðibóndanum: „Ég ætla bara að vona að þessi skrif þín um veið- ina verði ekki til þess að við verðum að fara með kóp- ana í sláturhúsið næst." Dýraverndarinn skorar hér með á bændur að breyta um vinnubrögð á þessu sviði, og fá sér þau áhöld sem hæfa. Það er almennt talin óhæfa að aflífa húsdýr öðru vísi en með byssu. Hvers vegna ætti annað að gilda um seli, þegar ljóst er að auðvelt á að vera að koma við byssu og aflífa á kvalalausan hátt? Minni lundaveiði í Vestmannaeyjum Lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum kvarta yfir lé- legri lundaveiði í ár, án þess að nokkur kunni skýringu á þeim samdrætti, hvorki leikmenn né vísindamenn okkar. Þó veiðin sé augljóslega minni, þá eru engar óyggjandi tölur til um fuglaveiði, hvorki fyrr né nú, enda vafalaust erfitt um vik að fylgjast nákvæmlega með slíkum veiðum, og erfitt að skrá veiði frá ári til árs. Ljóst er að kunnugleiki og rannsóknir á hinum ýmsu fuglastofnum er ekki mikill, enda rannsóknarstofnanir kannski fjárvana. En hins vegar er ljóst að ef til þess kemur að hinir ýmsu fuglastofnar, sem í fljótu bragði eru sterkir í dag, yrðu fyrir áföllum af einhverjum or- sökum, þá mun skorta þekkingu á mörgum sviðum til að nægilegum vörnum verði við komið. Þessi unga hestak.ona er austan úr Biskupstungum. Henni reyndist auðvelt að sýna Ijósmyndaranum hversu létt hann Jarpur hennar prjónaði. Enn er eiturefnum sökkt í hafdjúpin Fyrir skömmu bárust fréttir af þýzku skipi, sem væri á leið til Azoreyja, hlaðið eiturefnum frá verk- smiðjum. Eitrinu átti að sökkva í hafdjúpið skammt frá eyjunum. Það er raunar furðulegt hve seint ætlar að verða hægt að stemma stigu við því ófremdarástandi, að nota úthafið sem sorphaug og rotþró. Mönnum er það nefnilega ljóst, að sá tími er liðinn, þegar sagt var, „lengi tekur sjórinn við." Vísindamenn flestra þjóða birta yfirlýsingar um yfir- vofandi dauða úthafanna. Þeir efna til ráðstefna og mótmæla, en stjórnendur þjóðanna virðast ekki að öllu leyti geta sætt sig við að hætta við að nota úthafið eins og allsherjar sorptunnu. Þó að í fljótu bragði við Islendingar séum utan við hættulegustu mengunarsvæðin, þá ber íslenzkum stjórnvöldum að vera vel á verði og mótmæla harðlega hvers konar óhreinkun úthafanna. 76 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.