Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 10

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 10
íslenzk einkenni og varð að samningum, að þau tækju saman vestur á Kyrrahafsströnd, eftir lítilsháttar kynni í Reykjavík, sem bar tilætlaðan árangur, er vestur yfir hafið kom. — Ekki munu þá sérfræðingar þar telja þau þess umkomin, að standa undir hreinu íslenzku hundakyni, því að eitthvað mun óhreint fram í ætt- um. Þess vegna er nú áætlunin, að gera leit í sumar og fá a. m. k. eitt par til viðbótar. — En Watson er mað- ur, sem ekki gefst upp, þótt í móti blási og skildingur fjúki. Hann hefur nú með ærnum tilkostnaði viðað að sér öllu því, sem ritað hefur verið um íslenzka hunda frá upphafi í íslenzkar bækur og búnaðarrit, erlendar ferðabækur og ritlinga og hefur haft menn í vinnu á söfnum hér og erlendis, til þess að safna gögnum. — Ætlar hann að semja bók um ísl. hundakynið og fá ísl. hundinn skrásettan í „The American Kennel Club”, sem sérstakt og viðurkennt kyn. En þar eru ekki aðrir félagshæfir en aðalbornir hundar af rótgrónum ættum. Nokkru eftir að grein þessi birtist fluttist Watson aftur til heimalands síns og þar hefur hann verið bú- settur síðan, fyrst á búgarði í Devonshire en hin síð- ari ár í Lundúnum. Meðan Mark Watson bjó í sveit aflaði hann sér og hreinræktaði talsverðan fjölda ís- lenzkra fjárhunda, sem hann telur hentugustu heimilis- dýr vegna skapgæða og trygglyndis. Voru hundar hans á hinum nafntoguðu hundasýningum Crutfs í London og unnu þar til verðlauna. Því miður fækkaði stofn- inum hundapest og Watson brá búi, en ýmsir hunda- ræktarmenn hafa eignast hið íslenzka kyn og viðhald- ið stofninum. Hefur þetta eflaust forðað íslenzka fjár- hundakyninu frá tortímingu. Bezt hefur íslenzki fjárhundurinn þó verið kynntur með bók Mark Watson „The Iceland Dog 874— 1956" þar sem rakin er saga þessa einstaka hunda- kyns, teknar upp tilvitnanir um það í bókmenntum og birtur er fjöldi mynda, gamalla og nýrra. Er bók þessi, sem gefin varð út á kostnað Watsons, en ágóða af sölu gaf hann Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur, nú orðin næsta fágæt og eftirsótt af bókasöfnurum. Hand- rit bókarinnar eru tvö, geysivönduð, og er annað þeirra í bókasafni Watson, en hitt í vörzlu vinar hans í Reykjavík. I safni Watsons er á annað þúsund bindi um Island á samtals 15 erlendum tungumálum, en við þann flokk bóka takmarkar Mark Watson söfnun sína. Hann hefur látið íslenzk menningarmálefni mjög til sín taka — en það er önnur saga. Það er Watson að þakka að íslenzka fjárhundinum var bjargað frá því að verða útdauður a. m. k. með sínum gömlu séreinkennum og lundarfari, og einnig hve íslenzkum hundum hefur liðið vel á Bretlands- eyjum. Kunningjakona Watson, sem er dómari á hundasýningum í helztu löndum heims og rekur mynd- arlegt hundabú í Bretlandi, heldur áfram að kynna stofninn og viðhalda honum. Gætir áhrifa hennar á þessu sviði víða um heim. Ahugi Mark Watson á íslenzkri menningu og hinu ágæta fjárhundakyni okkar hefur að sjálfsögðu löngu leitt athygli hans að hinu fáránlega ástandi í Reykjavík og fleiri kaupstöðum í sambandi við hundahald. Hann hefur lengi eggjað menn á að koma upp hjúkrunar- stöð fyrir dýr og lagt fram mikið fé í því skyni. Þá hef- ur hann og verið ómyrkur í máli um hundabannið al- ræmda og borið fram formleg mótmæli í því sam- bandi. Rökstuðningur Watson í þessu máli hefur gert bæjarstarfsmenn og nefndalýð klumsa og eflaust mun hundavinurinn góði Mark Watson, ekki linna látum fyrr en skynsamleg lausn er fengin á því máli. Afstaða fyrrverandi stjórnar SDI vakti mjög furðu hans sem annarra, en Watson tekur vísindalega á málum þess- arar tegundar og kveður ekki upp dóm fyrr en hann hefur leitað álita og aflað umsagna færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði. Þannig mótast öll afstaða hans til dýrahalds og dýra- verndunar og meðal núverandi verkefna Watson er út- gáfa bókar til að fræða Islendinga á ný um hundahald almennt og nákvæmlega um meðferð hunda sem gæludýra þannig að þeir megi vera vel við því búnir að hafa ánægju og gagn af hundum sínum líkt og aðrar menningarþjóðir. 74 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.