Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 14
Minning Þorsteins Erlingssonar
Það var á síðastliðnu vori, þegar sólskríkjan söng
sem glaðlegast, að afhjúpaður var og afhentur Reykja-
víkurborg að gjöf, minnisvarði Þorsteins Erlingssonar
skálds. Það voru Erlingur Þorsteinsson læknir og syn-
ir Svanhildar heitinnar, systur hans, dr. Þorsteinn og
Stefán Sæmundssynir, sem létu gera þessa brjóstmynd
af Þorsteini og gáfu Reykjavíkurborg, en henni var val-
inn staður á Miklatúni. Myndin er gerð af Ríkharði
Jónssyni myndhöggvara og er talin mjög lík skáldinu.
— A fótstalli brjóstmyndarinnar standa þessar ljóð-
línur:
„Ég trúi því sannleiki, að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni." —
Geta má þess, að árið 1958 — á aldarafmæli skálds-
ins — lét Rangæingafélagið reisa, minnismerki um
Þorstein í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Sú stytta var
gerð af Nínu Sæmundsson. —
Við minnumst Þorsteins Erlingssonar fyrst og fremst
sem hins ágætasta ljóðskálds, en eldri kynslóð þessa
lands minnist hans einnig, og ekki síður fyrir það, að
hann var á sínum tíma, einn skeleggasti málsvari dýr-
anna og má segja að hann og Tryggvi heitinn Gunn-
arsson hafi verið brautryðjendur dýravina og dýra-
verndunar hér á landi fyrir og eftir aldamótin síðustu.
Það voru þeir, sem aðallega sáu um að rita um marg-
vísleg efni í ritið Dýravininn, sem á þeim tíma var all-
útbreitt rit og mikið lesið, og minnast margir eldri
kynslóðarmenn hinna gullfallegu ævintýra eftir Þor-
stein Erlingsson, sem komu í Dýravininum á árunum
1893—1914, en Þorsteinn heitinn dó á því ári. —
„Og það er víst, ef dýrin mættu mæla,
þá mundi verða blessað nafnið þitt."
Þessar ljóðlínur eru úr kvæði, sem Þorsteinn sendi
Tryggva Gunnarssyni á sjötugsafmæli hans. — Og
núna, löngu seinna, er vaxinn upp ný kynslóð, kynslóð,
sem sennilega hefur ekki lesið dýrasögur Þorsteins Er-
Minnisvarði Þorsteins Erlingssonar á Miklatúni.
lingssonar, einfaldlega vegna þess, að gamli „Dýravin-
urinn" er nú orðið sjaldgæft rit og í fárra höndum.
Bók Þorsteins „Málleysingjar" er einnig fyrir löngu
uppseld. Dýraverndarinn hefur því fengið góðfúslegt
leyfi sonar skáldsins — Erlings Þorsteinssonar til þess
að birta nokkrar af sögunum og er það trú blaðsins, að
unga fólkið í dag fái notið þessara ágætu sagna
Þorsteins, ekki síður en ljóða hans.
79
DÝRAVERNDARINN