Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 6
Þörf á aukinni
dýraverndunar- Bréf frá lesanda
starfsemi
Dagur á Akureyri birti eftirfarandi um dýravernd í
maí s. 1., en eins og fram kemur í greininni er ekki
lengur starfandi dýraverndunarfélag á Akureyri. Það er
brýn nauðsyn að dýraverndunarstarfsemi sé í öllum
helztu byggðarlögum landsins. Fólk í slíkum byggðar-
lögum út um landið, sem hefði áhuga á að koma á fót
félögum í byggðarlögum sínum getur haft samband
við Samband Dýraverndunarfélaga Islands og verður
reynt að veita þá aðstoð við félagsstofnanir sem við
verður komið. En Dagur segir:
Ekkert dýraverndunarfélag.
Öðru hverju er um það spurt hver sé formaður Dýra-
verndunarfélags Akureyrar, og hefur fólk yfir ýmsu að
kvarta, er það félag myndi telja í sínum verkahring að
sinna. En nefnt félag er ekkert til á Akureyri, var það,
en er löngu dautt, svo sem staðfest var af síðasta for-
manni þess. Og þá veit maður það.
Dýravinir.
Elestir bæjarbúar eru dýravinir og bera húsdýrin yfir-
leitt vitni um það, að eigendur þeirra láta sér annt um
þau. Gildir það jafnt um sauðfé og hross, þótt tindan-
tekningar kunni að finnast. En að því er varðar hrotta-
lega meðferð á skepnum, ef til er, mun hún standa
í sambandi við drykkjuskap eða óvitahátt, og er ekki
afsökun. Hins verður þá einnig að geta, að þegar hross
eru tamin, er svipan nauðsyn. En það er líkt með svip-
una og vöndinn, að beita verður þeim af skynsemi, og
að yfirlögðu ráði.
Hvað ber að gera?
Hvað ber að gera? Þannig er spurt í bréfi, er rœtt
hefur verið þar um illa meðferð á skepnum. Svarið
vceri auðvelt ef hér vœri félagsskapur, sem vinna vildi
að dýravernd. Það félag fyrirfinnst ekki, og þá er reyn-
andi að snúa sér beint til þeirra, sem „sekir" eru, eða þá
að gera lögreglunni aðvart. Látum við svo útrætt um
þessi mál í dag.
Kæri Dýraverndari.
Fyrst langar mig að þakka þér fyrir gott lestrar-
efni, því oft eru greinar þínar skemmtilegar og ekki
síður fróðlegar.
Mig langar að spyrja þig um tvennt. I fyrsta lagi.
Er hægt að hafa fleiri greinar um fóður og gæzlu ým-
issa dýra sem höfð eru sem húsdýr eins og var í síð-
asta tölublaði um kanínur. Það var mjög fróðleg grein
og hægt að læra margt af henni. Eg held að smá fróð-
leikskorn um t. d. páfagauka og búrfugla yrði mjög vel
þegið af lesendum þar sem svo margir eiga slíka fugla.
Annað sem ég vil spyrja tim er þetta. Veizt þú
Dýraverndari góður um nokkurt mannúðlegt ráið við
útrýmingu villikatta? Eg hef ekkert á móti þeim, en
ég sár vorkenni þeim þegar þeir eru svangir og kald-
ir. Eg veit dæmi þess. Er ekki betra að þeir deyji?
(Hvað álítur Dýraverndarinn?) Og svo að síðustu
þakka ég allt lesefnið.
A. M. F.
Dýraverndarinn þakkar bréfið, en það er ætíð nauð-
syn fyrir blöð og tímarit að heyra frá lesendum sínum,
hvort þeim líkar betur eða ver.
Fyrirhugað er að hafa fleiri þætti um gæludýr og
meðferð þeirra. Þáttur um fugla mun verða í næsta
blaði.
Um villiketti hefur löngum verið mikið ritað og
rætt, og er ljóst að þeir eru mikið vandamál ekki sízt
á stórborgarsvæðinu. Vísast til greinar um villiketti í
þessu blaði.
Klögumál.
Tvö bréf liggja hér á skrifborðinu, er fjalla um illa
meðferð á hestum. Er í öðru bréfinu hroðaleg lýsing á
viðskiptum manns og hests, en um sama efni hefur
blaðið fengið upphringingar. Ekkert verður birt úr
þessum bréfum, af því að þau eru nafnlaus, en sé í
þeim sagður sannleikurinn, eiga viðkomendur, er vitni
geta borið, að snúa sér til lögreglunnar, að athuguðu
máli.
70
DÝRAVERNDARINN