Dýraverndarinn - 01.11.1972, Qupperneq 16
stund, en þá birti allt í einu og Lótan sá fyrir framan sig
víðlend dalalönd, yndislega fögur og svo skínandi björt
eins og á heiðum sumardegi. Þar var að sjá grundir
og hæðir, hlíðar og dali með ám og lækjum, skógum
og runnum svo langt sem augað eygði, og allt þetta
var eins og það væri lifandi og iðandi, því hver hlíð og
grund var kvik af dýrum, og óm af fuglakvaki bar frá
hverjum runni. Allt þetta sá og heyrði Lótan á leiðinni
yfir grundirnar, því andinn hægði nokkuð á skriðinu,
þegar hann kom inn í birtuna og þokaðist svo í hægð-
um sínum góða stund yfir hæðir og dali með Lótan á
bakinu.
Það var eins og einhver undarleg tilfinning gripi
Lótan við að sjá allt þetta. Honum duttu ósjálfrátt í hug
orðin „vinsemd” og„friður”, og það var eins og þau
græfu sig allt í einu blýföst innst í huga hans; þetta
var honum því kynlegra sem þessi orð höfðu aldrei
hljómað öðruvísi í eyrum hans en öll önnur orð, en nú
var eins og þau væru komin lifandi að honum úr hverri
laut.
Loks bar þá félaga yfir víðan dal og þar leið andinn
hægt niður og lagði Lótan hóglega á dálítinn grasflöt
undir hamri einum litlum. „Hér verður þú nú að liggja
þangað til dómurinn verður settur og vegin verk þín",
sagði andinn, „en grafkyrr verðurðu að vera, því ann-
ars neyðist ég til að koma og þjappa að þér, en þér mun
það sjálfum fyrir beztu, að fá sem minnst af því tagi".
Svo hvarf andinn á burt og Lótan lá þar einn eftir og
var nú talsvert farinn að gugna eftir allt þetta.
Þegar Lótan hafði legið þarna dálitla stund, kom þar
andi einn mikill og þreklegur inn á flötina; sá hafði
afarmiklar vogarskálar í annarri hendi en tvo poka í
hinni. Skálarnar setti hann þar á hellu við hamarinn;
vogarstólpinn var úr gulli og önnur skálin, en hin skál-
in var úr silfri, allt var það fágað og skínandi. Þá tók
andinn pokana og hvolfdi úr þeim þar á helluna hjá
skálunum og kom þar fjöldi af rauðum steinum úr
öðrum en gráum úr hinum. Steinar þessir voru mjög
misstórir, sumir eins og hnefi manns, en sumir á borð
við krækiber; svo hvarf andinn snöggvast en kom
að vörmu spori með reyrstól og setti þar við hamarinn
hjá skálunum.
Þá heyrðist Lótan sem vindsúgur færi eftir brekkunni
að hamrinum og hyrfi þar. Litlu síðar kom annar súgur-
inn og hinn þriðji, og svo hver af öðrum þangað til sex
voru komnir. Þeir komu allir sömu leið og var líkast
því sem þeir hyrfu í hamarinn. Seinast heyrðist honum
að ákafur þytur færi eftir hlíðum dalsins og var þá sem
eikurnar og runnarnir beygðu höfuðin og hátíðleg
kyrrð kæmi á öll dýrin bæði um brekkurnar og á
grundunum. Hestarnir og kindurnar hættu að bíta og
lömbin hættu að leika sér. Seinast bar þytinn að hamr-
inum og var það líkast að heyra ölduhljóð við sand eða
fossnið í fjarska. Þegar þyturinn kom að hamrinum,
heyrði Lótan fagran söng úr bjarginu og margar radd-
ir sungu hátt og skært þessar hendingar:
Heill sé þér vinur
vinleysingja,
mikli hugmildi
hjarðadrottinn.
Þetta var sungið þrisvar. En um leið og þyturinn
fór yfir flötinn, var sem þýðan blæ legði á Lótan, líkt
og létta og hressandi fjallagolu á heitum sumardegi. Þá
varð Lótan litið upp til hamarsins og var þar nú orðið
æði breytilegt umhorfs, því nú var sem bergið væri úr
gagnsæum kristalli, og sá þar inn í víða hvelfingu fagra
og skínandi; gólfið var sem silfur, veggirnir glóðu sem
gull og loftið hvolfdi yfir salnum fagurblátt eins og
heiður vorhiminn. Þar var hvorki bekkur né borð eða
neinn húsbúnaður og engan mann sá hann þar, en í
þessu bili heyrði hann innan úr salnum háa og hvella
raust sem sagði: „Ég er Gúlú, höfðingi Letafjalls, og
þjónn hins volduga og réttláta Baratinandars, sem allir
andar prísa og öll dýrin lofa hvert á sína tungu. Stattu
upp Lótan og sestu á reyrstólinn. Hinn mikli andi hefur
leyft mér að færa þig hingað, svo þú sæir sjálfur verk
þín vegin í dag, en það er ekki ég sem dæmi þig,
heldur stendur þú bráðum fyrir dómi hinna réttlátu
dýra, sem aldrei gera mönnunum illt að fyrra bragði,
og oft verða að þola ótal illgjörðir, án þess að sýna
af sér minnstu hefnd. Þau dæma þig rétt. Og þér
hinir sex verðir hinna sex fjalla, þér skuluð bera mér
vitni þess, fyrir hinum mikla konungi vorum, að hér
hafi ekki verið með einu hálmstrái hallað mundangi
hinnar heilögu vogar í dag. Rístu nú upp Lótan, og
vertu óhræddur, í mínu ríki er aldrei friður rofinn og
fyrst, ef hvíta skálin verður lægri en hin rauða að
leiks lokum, þá er þér hætta búin”. Þetta sagði vernd-
arandinn Gúlú.
Lótan hafði hlýtt á allt þetta líkast því, sem það
væri leiðsla eða draumur, en þegar andinn kallaði á
hann í annað sinn, hrökk hann við eins og af svefni
og vildi standa upp, en gat það ekki vegna óstyrks
og komst ekki nema á hnén. Þá heyrði hann blásið í
80
DÝRAVERNDARINN