Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 17
pípu, og strax kom þar andi í ungs manns líki, fríður sýnum og vingjarnlegur; hann tók undir hendur Lót- ans ogstuddi hann að stólnum. Það var auðséð á mann- inum að samvizkan lét hann finna ómjúkt til tannanna og að þessi dýradómur var honum bæði þung byrði og önug. En þegar unglegi andinn var búinn að koma honum fyrir á stólnum, hvíslaði hann þessum orðum að honum: „Berðu þig vel Lótan, öll dýrin eru umburð- arlynd og góðhjörtuð". Þá kallaði Gúlú á andann og sagði: „Blástu í pípu þína Sílan og kallaðu á dýrin, fyrst þau sem sakir eiga og síðan hin". Þá blés Sílan í pípuna og þegar í stað kom inn á flötina asni gamallegur, lítill og veiklegur en augnaráðið vingjarnlegt. Þá brá Lótan í brún, því þar þekkti hann asnann sinn, sem hann hafði leikið verst um nóttina. Hann var nú orðinn furðu brattur og ekki svo mikið að hann stingi við. Hann gekk að skálunum og leit um leið á Lótan, var þá eins og hryll- ingur færi um skepnuna. Svo gekk hann að gráu hrúg- unni og tók þar upp einn af stærstu steinunum með snoppunni, hugsaði sig svo dálítið um og lét þá þann stein niður og tók annan minni, á borð við epli, og lagði á silfurskálina; og gekk svo út á grundina. Það var sönn hryggðarmynd að sjá Lótan meðan hann sat þarna frammi fyrir asnanum; hann óskaði þess þá í fyrsta sinn á æfi sinni, að hann hefði aldrei verið til og að allt salt væri komið út á hafsauga, en þegar asninn lagði af sér stærri steininn og tók þann minni, þá var eins og grátbros færi um andlit hans, og hann sagði með sjálfum sér: „Aumingja skepnan, einhver hefði nú ekki farið að skipta um steina". Þá var kallað á úlfaldana, og strax kom þar inn að skálunum gamall úlfaldi mógrár, hálslangur og herða- mikill. Fljótt þekkti Lótan þennan úlfalda, og átti lítils góðs af honum að vænta, því hann hafði látið hann ganga sér til húðar fyrir löngu, svelt hann og nítt á allar lundir; hann hafði og hvíta bletti á baki og síðum eftir meiðsli. Auk þess hafði hann orðið að bera drápsklyfjar einu sinni í tvo daga bæði meiddur og haltur. Hann gekk nú að gráu steinahrúgunni, og tók þar upp einn af miðlungs steinunum, en varð í því bili litið á gamla húsbóndann og hefur líklega sýnst hann vera búinn að fá nóg, því hann lét steininn detta og gekk burtu. „Þetta hefði víst enginn gert nema þú, vesalings Tabi", sagði Lótan með sjálfum sér. Svo var kallað á hestana, og þá kom fram brekk- una ljósjarpur klár, vel limaður, kviklegur og hinn föngulegasti. Ekki var Lótan heldur ókunnugt um þennan hest, því hann hafði haft hann bæði til reiðar og áburðar í 12 ár, oft reynt í honum þolrifin og laun- að honum loks langa þjónustu með því níðingsbragði að selja hann gamlan og lúinn byggingameistara ein- Kengúrur að deyja út? Ýmsar kengHrutegundir í Ástralíu eru í mikilli hættu að deyja algjörlega út. Ý mis samtök djravernd- unarmanna berjast mjög hart fyrir algjörri friðun. Undirskriftasöfnun stendur yfir í mörgum löndum, og hafa bcenarskjöl með þúsundum undirskrifta verið sendar Astralíustjórn. Meðal annars var safnað undirskriftum á síðasta að- alfundi Sambands Djraverndnnarfélaga Islands. Hins vegar hamla bændur í Astralíu á móti friðun vegna þess hve mjög kengúran er áleitin við ræktar- lönd. Einnig er kjöt kengúrunnar gott og skinnin eru í hækkandi verði. En vonandi verða friðunarákvæði hert, því vissulega yrði heimurinn fátœkari, ef þessi sér- kennilegu djr hyrfu með öllu. Vannært mannkyn hættulegt náttúruvernd og dýravernd Á ráðstefnu sem fyrir nokkru var haldin í Banda- ríkjunum um náttúruauðlegð og dýravernd, sagði dr. Norman Borlaug, sá sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1970, aðheimsfriðurinn geti ekki byggzt á tómum mögum. Hann benti á, að um það bil helmingur mannkyns er vannærður. Borlaug benti ennfremur á, að offjölgunarvandamálið væri ógnun við allt menn- ingarsamfélag á jörðu, og náttúruvernd og dýravernd yrði ekki í heiðri höfð af vannærðu fólki. DÝRAVERNDARINN 81

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.