Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 20

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 20
sjáanlega slituppgefin og renndi angursaugum á þessa völu, sem hvergi nærri gat vegið á móti steini asnans. Hún horfði þá litla stund raunalega á hina skálina og labbaði svo burt hnuggin og niðurlút. Þetta var fyrsta dýrið, sem Lótan kannaðist ekki við, og það var ekki heldur von, því þá mús hafði hann ekki séð síðan hann var á sjöunda árinu; þá var það, að hún kom um miðsvetrarleytið heim að bæ foreldra hans, til að leita sér bjargar, og þá hafði barnið rétt brauð- mola út um búrgluggann, þegar það sá músina skjótast fyrir. Hún kom svo um nóttina og hirti molana, og fyrir þessa mola var músin að þakka honum nú, þó þakk- lætið yrði minna en hún vildi. Nú var Lótan orðinn svo utan við sig, að hann hélt með fullri vissu, að þetta væri sjónhverfing eða að þetta seinasta atvik væri gefið sér sem fróun á undan dauðanum. Þá kvað við raust Gúlús, og sagði hann þessi orð: „Hví þegir pípa þín, Sílan? Það hæfir ekki að bíða eftir dauðanum sé gerð neinni skepnu kvalafyllri eða lengri en hjá verður kom- ist, og ekki heldur þessum manni, þó sakir hans séu margar". „Herra", svaraði Sílan, „það er vilji dýranna, að dóminum sé lokið, og að atkvæði asnans ráði úrs- litum". „Hefur þá enginn neitt að leggja í gullskálina annar en músin ein?" spurði Gúlú enn fremur. „Eng- inn", svaraði Sílan, „það sem hann hefur gefið hinum dýrunum var einungis til að halda lífinu í þeim, sjálf- um honum til hagnaðar, en af hreinni mannúð eður velvild til skepnanna, hefur hann aldrei gefið annað en þessa brauðmola". Þá sagði Gúlú, og heyrðist sem rödd hans titraði: „Hamingjulausi Lótan, dómur þinn er upp kveðinn og mundang hinnar heilögu vogar bendir á mark dauðans". En þegar hann var að sleppa orðinu, kom asninn gamli inn á flötina; hann gekk hægt að hvítu skálinni, tók burt stein sinn og lagði hann aftur í hrúguna, og var þegar horfinn. Þá fór léttur gleðiómur um hlíðarnar og kvað við inni í saln- um, það var líkast að heyra og margraddaðan söng álengdar, en Lótan heyrði ekki þennan söng, því í sama Utbreiðum Dýraverndarann Það er starfsemi dýraverndunarmanna mikill styrkur að fá sem flesta kaupendur að Dýravernd- aranum. Nýir kaupendur geta snúið sér til formanna í dýraverndunarfélögunum eða með því að senda nafn og heimilisfang í pósthólf 993, Reykjavík. bili var hann fallinn í ómegin af sárum tilfinningum og rankaði fyrst við aftur á veginum á Letaheiði, Sílan stóð þar yfir honum og stökti styrkjandi vatni á brjóst hans og andlit. Þá sagði andinn við hann: „Nú skiljum við, lifðu sæll Lótan, og þakkaðu asnanum þínum, að þú ert heill á húfi. Heilsaðu mönnunum og minntu þá á það, hver það er, sem veitir þeim flest öll þægindi lífsins og viðheldur lífinu sjálfu. Þeir gleyma því svo oft hvað þeir eiga dýrunum að launa." I sama svip var andinn horfinn, en Lótan reis upp og litaðist um. Sólin var að senda fyrstu geislana yfir heiðina; á götunni hjá honum lágu saltpokarnir og reiðingurinn en asninn var horfinn sem von var; hann sá þá að þetta hafði allt farið svo fram í raun og veru, sem hann hafði séð um nóttina. Hann sá nú í fyrsta skipti glöggt, hve sárbeittan órétt hann hafði gert aum- ingja asnanum fyrr og síðar, og hve óumræðilega þol- inmæði skepnurnar þurfa að hafa, til að bera þegjandi allar hörmungar sem þær verða svo oft að sæta all- sendis saklausar. Táraþungi seig á augu hans, hann settist þar niður á götubakkann og grét eins og barn. Svona sat hann nokkra stund, stóð síðan upp, hvolfdi saltinu úr pokunum í sandinn, lagði þá síðan á öxl sér og gekk heimleiðis. Þegar hann kom heim, hengdi hann pokana á bæjarþil sitt, þar sem hann sá þá hvert sinn sem hann gekk út eða inn, og þaðan tóku erf- ingjar hans þá ósnerta, eftir að þeir höfðu hangið þar nær 40 ár, því þá gekk gamli Lótan til feðra sinna, en í meira en hundrað ár lifði minning hins gamla heið- ursmanns í hugum manna bæði fjær og nær, og var löngum vitnað í mannúð hans og mildi við alla menn, einkum var hin frábæra ást hans og umönnun við allar skepnur talin hin fegursta fyrirmynd, og hin seinustu áminningarorð hans á banasænginni til barna sinna voru þessi: „Ef þið viljið verða auðug, þá hafið fáar skepnur og farið vel með þær, og ef þið viljið að rnenn og skepnur hlýði ykkur og þjóni, þá sýnið þeim mann- úð og mildi". Til lesenda Bréf og greinar má senda til ritstjórans í pósthólf 224 í Hafnarfirði. Æskilegt væri að fá bréf frá dýra- vinum um dýraverndunarmál og greinar um dýr og dýravini. Abendingar um efni eru einnig vel þegnar. Ritstj. 84 DÝRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.