Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 22

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 22
Ljót saga um mis- þyrmingu katta Öðru hvoru má sjá í dagblöðum í lesendadálkum, Ijótar lýsingar á meðferð dýra. Oftast eru það börn eða unglingar sem af óvitaskap eða af óskiljanlegum kvala- losta kvelja dýr. Kannski eiga sum þessarra atvika ræt- ur að rekja til þess að borgarbörnin hafa fjarlægst dýr- unum og eiga erfiðara með að gera sér grein fyrir að dýrin eru einnig lifandi verur. Dýraverndarinn ætlar að leifa sér að birta eitt slíkt bréf, sem sent var einu dagblaðanna. Það má gjarnan varpa því fram um leið, hvað til varnar megi verða, að slíkt óþokkabragð sé ekki gert af óvitaskap eða öðrum hvötum. Hvað heldur þú lesandi góður? Bréfritarinn kallar sig íbúa við Kleppsveg: „Ástæðan til þess að ég skrifa þessar línur er, að nú haltrar bezti vinur dætra minna, grábröndóttur fress- köttur um íbúðina á 3 fótum. Þegar hann kom heim í gærkvöldi var búið að klippa allar klær af annarri afturlöppinni upp í kviku svo blæddi úr. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma, sem slíkt kem- ur fyrir. I fyrra skiptið voru klærnar klipptar af báð- um afturlöppum og annarri framlöpp. Þrátt fyrir það, að bólga hlypi í sárin tókst að græða þau með aðstoð dýralæknis. Erfitt er að ímynda sér ástæðuna fyrir slík- um gerðum og vonandi er hér um að ræða verk framið í hugsunarleysi, en ekki verk sjúks manns. Ef þú, sem fremur slíkan verknað, lest þetta, bið ég þig að íhuga vel að vafasamt er, að slíkar hermdarráð- stafanir breyti eðli kattarins, sem nú, þegar nóttu tekur að lengja, kemur hvað hávaðasamast í ljós. Hitt er víst, að verk þín hafa þegar haft varanleg áhrif á stúlkurnar litlu. Þær fengu hann í jólagjöf, þegar hann var lítill kettlingur, vegna þess að þær óskuðu sér einskis fremur. Síðan hefur hann verið þeim góður leik- félagi, borðað úr hendi þeirra, sofnað hjá þeim á kvöld- in og án efa þykir þeim jafn vænt um hann og væri hann litli bróðir þeirra. En nú er svo komið, að eigi að hleypa honum út, taka þær hann grátandi og vilja ekki lofa honum að fara. Þær eru hræddar um, að vondi maðurinn nái honum og meiði hann. En innilokaður getur köttur ekki þrifizt. Á plötu, sem fest er á hálsbandið hans er letrað bæði heimilisfang og símanúmer. Því vonast ég til þess, að valdi hann einhverju ónæði í framtíðinni, hvort heldur er að nóttu eða degi, þá verði hringt, og verður hann þá sóttur tafarlaust. Ibúi við Kleppsveg." 86 DÝRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.