Dýraverndarinn - 01.11.1972, Side 13
DAUÐAGILDRA
Fljótt á litið er hann myndarlegur kollótti hrútnr-
inn á myndinni. En ef betur er að gáð, er hann ekk.'i
lengur í fullu fjöri. Myndin er tekin fyrir nokkrum
árum suður í Hafnarfirði. Sauðfé sótti mjög á beit
undir harðfiskhjallana á árunum þegar sem mest var
hert. Gras greri mjög undir hjöllunum og þangað
sótti féð.
Litlir strákar höfðu gert sér rólu í fiskhjalli nœrri
bœnnm, en ekki tekið niður róluna, þegar leiknum
lauk. Hrúturinn á myndinni hafði gengið í róluna, en
snúið uþþ á meir og meir til að losa sig, en árangurs-
laust. Að lokum hengdist hann.
Eitt dœmi af mörgum um hve illa á heima að beita
húsdýrum í þéttbýlinu.
Lézt risaþvottabjörninn
úr ástarsorg?
Fyrir nokkru lézt í dýragarðinum í Moskvu heims-
frægt dýr, en það er pandan eða risaþvottabjörninn
An-An. Þar ríkti því mikil sorg — og ekki síður í
dýragarðinum í London.. Þar dvaldi nefnilega An-An
um nokkurt skeið, svo sem frægt var.
„Við munum minnast An-An sem einstaklega
elskulegs dýrs,” sagði einn af starfsmönnum dýra-
garðsins í London í viðtali við blað eitt nýlega.
Helzt er álitið, að An-An hafi dáið af hjartaslagi,
en dauða hans bar að réttum þrem mánuðum eftir
að vinkona hans, Ch-Chi í Lundúnagarði, hafði látizt
fyrir aldurs sakir.
Ymsir muna sjálfsagt eftir því þegar dýragarður-
inn í London vildi gera tilraun til að fá „undir" fyrsta
vestræna risaþvottabjörninn með því að fá An-An
frá Moskvu. Hinn rússneski hreifst þegar í stað af
hinn brezku og var til í tuskið, en öðru máli gegndi
um Chi-Chi. Hún sneri ætíð upp á sig og vildi ekkert
hafa, með þennan rússneska bangsa að gera.
I dýragarðinum í London segja þeir: „Þau An-An
og Chi-Chi áttu ekki geð saman. Hún var alltaf svo
kuldaleg, en hann aftur á móti svo hress og kátur."
En allar ástir fóru út um þúfur hjá björnunum,
svo An-An var sendur heim aftur. — En sögur herma,
að hann hafi aldrei borið sitt barr eftir Lundúna-
ferðina.
Risaþvottabjörnum eða pöndum fer stöðugt fækk-
andi í heiminum. Það eru aðeins fáeinir á kreiki í
Kína, og það eru sagðir vera aðeins til tveir í Norður-
Kóreu og svo aðrir tveir á hvorum staðnum, Japan
og Bretlandi, og eins og marga rekur minni til, þá
fékk Nixon forseti tvo risaþvottabirni að gjöf, þegar
hann heimsótti Kína, en það eru þeir tveir einu, sem
til eru í Norður-Ameríku.
DÝRAVERNDARINN
77