Dýraverndarinn - 01.11.1972, Qupperneq 19
um, sem lét hann bera sand og draga grjót meðan hann
gat staðið uppi. Jarpur gekk að voginni, leit snöggvast
á hvítu skálina þar sem steinn asnans lá, og svo á
steinahrúgurnar og Lótan en ekki hreyfði hann við
einum steini, og gekk síðan burt, rólegur og alvarlegur
eins og hann var kominn. „Aumingja Jarpur, ekki ertu
hefnigjarn", sagði Lótan við sjálfan sig, þegar hestur-
inn gekk burt.
Þá var kallað á kettina, og kom þá gulflekkóttur
köttur fram á flötina. Ekki var þetta köttur Lótans, en
kunnugt var honum um kisu, því það var köttur ná-
búa hans og hafði marga skráveifu fengið af Lótan
þegar hann var í illu skapi. Seinasta handarviðvikið
við hana var það, að hann sigaði hundi á hana sem beit
hana svo, að hún lá þar eftir hálfdauð. Ekki ómakaði
Lótan sig þó til að stytta henni kvalirnar, en þar fannst
hún síðan dauð af sárum, og lét samvizka Lótans sig
það smáræði litlu skipta. Nú var kisu bætt það hundsbit
og orðin feit og silkigljáandi; hún skotraði snöggvast
öðru auganu að skálunum, en lét svo sem hún sæi ekki
öðru auganu að skálunum, en lét svo sem hún sæi
hvorki Lótan né steinana og gekk hægt og stillilega
fram hjá öllu saman eins og henni kæmi það ekki
við og fór síðan út á völlinn.
Það var eins og Lótan sæi fyrst skömm sína fullum
sjónum, þegar hann sá göfuglyndi kisu. Hún hafði
aldrei gert hið minnsta á hlut hans alla sína daga, en
þó var sem hann ætti henni allt illt að launa og hrakti
hana og hrjáði með öllu móti. Hann hefndi grimmi-
lega hverrar mótgjörðar, en hún lét nú, sem hún sæi
ekki þennan kvalara sinn þegar hún gat hefnt sín á
honum og hreyfði ekki minnsta steininn. Það var ekki
laust við, að konungur dýranna væri farinn að minnka
nokkuð í sínum eigin augum, þar sem hann húkti
á stólnum og horfði á allt þetta.
Þá var kallað á hundana, og kópgrár rakki, lítill en
fjörlegur, kom inn á flötina. Hann kom tindilfættur og
vinalegur eins og hann var vanur að koma forðum,
þegar húsbóndi hans kallaði á hann. Hann kom strax
auga á Lótan og var þá eins og gleðibragð kæmi á
hann, það leit snöggvast svo út, sem hann ætlaði að
koma til Lótan, en þá sýndist sem æðri hönd benti
honum burt, hann vaggaði vingjarnlega rófunni og
gekk svo fram hjá. Ekki tók hann þar eptir neinu
öðru en Lótan. Þessi rakki hafði þjónað honum í 8
ár með trú og dyggð, en launin voru eins og þau eru
vön að vera: hálfgert sultarlíf lengst af ævinni, og svo
meira og minna hörð svipuhögg við og við; seinast
hafði Lótan murkað úr honum lífið með því að hengja
hann í snæri.
Það var eins og dálítið rynni útí fyrir Lótan, þegar
hann sá rakkann koma þarna á móti sér glaðlega og
vingjarnlega eftir þetta seinasta þakklætismerki fyrir
trygga fylgd, sem hann hafði sýnt honum á hjall-
bitanum sínum, og honum runnu ósjálfrátt í hug aug-
un, sem hundurinn hafði rennt til hans seinast, þegar
hann hékk þar í dauðateygjunum. Hann lokaði nú aug-
unum og reyndi að hugsa um ekki neitt, en hann hafði
nú fengið heita óbeit á sjálfum sér og sú óbeit sjatnaði
ekki þó augunum væri lokað, en það var þó sem vin-
áttu merki hundsins væri honum hugsvölun og styrkti
hann til að bíða dauðans með meiri rósemi.
Enn á ný blés andinn í pípu sína, og þá kom þar
lítil mús, ljósgrá hoppandi inn á grasflötinn. Hún
stefndi rakleiðis að rauðu hrúgunni og fór að bisa við
stóran stein, en það var miklu meira en ofurefli hennar,
og einu sinni lá við sjálft, að hún yrði undir honum,
þegar hún var að hnosa við að koma honum upp í
gullskálina. Hún varð því að láta sér lynda annan
minni, hún reyndi þá við hvern af öðrum og loksins
eftir langa mæðu tókst henni að koma dálitlum steini
upp í skálina, á stærð við sauðarvölu. Hún var þá auð-
Snati og Snœlda eru beztu vinir.
DÝRAVERNDARINN
83