Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 5
framgangi þess, hvort þeir vilja
beita sér einhuga og af ósérplægni
fyrir það.
Sannarlega má þess vænta, að
íslendingar gæti skyldu sinnar í
þessu efni, réttlætisskyldu við alt,
sem lífsanda dregur.
Ludvig C. Magnússon."
Ludvig C. Magnússon mun þá
hafa verið ritari í stjórn Dýra-
verndunarfélags íslands, en ritstjóri
blaðsins var um þetta leiti Einar
E. Sæmundsen. — Og enn skulum
við láta líða tíu ár og sjá hvað
stendur í blaðinu 1945. — Þá er
að líða að lokum hinnar síðari
heimsstyrjaldar, dýrtíð hraðvaxandi
°g því nauðsynu að hækka verð
blaðsins. Sig E. Hlíðar, yfirdýra-
læknir skrifar:
„Blað félagsins, Dýraverndarinn,
er því sjálfsagður og ómissandi lið-
ur í starfsemi þessa félagsskapar til
ahrifa út á meðal almennings í
landinu. Blaðið hefir ávallt verið
selt við svo vægu verði, sem frekast
var unnt tilkostnaðarins vegna. Öll
stríðsárin hefir árg. kostað 5 krón-
Ur> þrátt fyrir alla dýrtíð. Nú játa
ahir, er til þekkja, að útgáfukostn-
aður blaða og bóka á íslandi hafi
farið hraðvaxandi öll þessi ár, og
verð þeirra hækkað gífurlega fyrir
þ®r sakir. Sama gildir um útgáfu-
dVraverndarinn
kostnað Dýraverndarans, enda hefir
halli á útgáfu hans skipt árlega
mörgum þúsundum króna, vegna
þess, að hann hefir allt af verið
seldur sama verði. Nú sér stjórn
félagsins sér ekki fært að halda
svo áfram, að hver eyrir, sem félag-
inu áskotnast til starfsemi sinnar,
renni til útgáfu blaðsins, því að
ýmsu öðru er þó að sinna. Þess
vegna hefir stjórnin ákveðið að
hækka verð blaðsins úr kr. 5.00 upp
í kr. 10.00 árg. Þessa ákvörðun
hefir hún vissulega ekki tekið að
gamni sínu, heldur af brýnni nauð-
syn. Hún treystir fórnfýsi og
góðvild kaupendanna, málefnisins
vegna, og hún veit, að allur al-
menningur skilur ástæðurnar, sem
þessi hækkun byggist á.
Sigurður E. Hlíðar."
Ennþá er Einar E. Sæmundsen
ritstjóri blaðsins. — Hann var ágæt-
lega ritfær maður og stundaði mik-
ið ritstörf af ýmsu tagi í hjáverk-
um sínum. Má nefna bókina „Hest-
ar" (1925), en sú bók eru leið-
beiningar um meðferð hesta. „Fák-
ur", afmælisrit Hestamannafélags-
ins „Fáks", og allmargar smásögur
og ritgerðir í blöðum og tímarit-
um. — Næst skulum við stansa í
8. tbl. árið 1954. — þá er blaðið
40 ára og ritstjóri er Sigurður
Helgason rith. í langri grein, þar
sem ritst. ræðir um fertugs afmæl-
ið, segir svo:
„Ekki fer hjá því, að 40 ár geti
ekki talizt sæmilega virðulegur ald-
ur á íslenzku tímariti; þau eru ekki
ýkja-mörg hér á landi, sem hafa
náð þeim aldri enn sem komið er.
Hitt er algengara, að þau hafi sálazt
útaf þegar á fyrstu árum. Og mörg
þeirra rita, sem orðið hafa skamm-
lífari en Dýraverndarinn, voru til
muna betur úr garði gerð en hann
og glæsilegri á að sjá og þóttu því
upphaflega líklegri til langra líf-
daga. Reynslan hefur samt sýnt
annað, enda þarf ekki að efast um
hvað það er, sem veitt hefur Dýra-
verndaranum lífsorku í öll þessi
ár og langt fram yfir mörg önnur
rit. Það er hið góða málefni, sem
hann styður og styrkir, og aðeins
það eitt, en ekkert annað. Hann
hefur aldrei verið þannig úr garði
gerður, að menn hafi sótzt eftir
honmn af öðrum ástæðum. Vegna
málefnisins var upphaflega til hans
stofnað, vegna þess er hann enn þá
gefinn út og vegna þess hefur hann
verið keyptur og lesinn í 40 ár.
Fyrsta blaðið 15. marz.
Þegar útgáfa blaðsins hafði ver-
ið fastmælum bundin, stóð ekki á
framkvæmdunum. Ákveðið var að
hafa ritið 4 arkir árg. (64 bls.) í
fremur litlu broti (D8) og skyldi
það koma út í arkarheftum árs-
fjórðungslega. Jón Þórarinsson
fræðslumálastjóri gerðist ritstjóri
þess, en Jóh. Ögm. Oddsson, þá
kaupmaður í Reykjavík, tók að sér
útbreiðslu þess. Báðir unnu störf
sín kauplaust fyrst um sinn. — Þá
var blaðinu nafn gefið og kallað
Dýraverndarinn; gott og vel hugs-
að nafn í alla staði. Verð blaðsins
var ákveðið 50 aurar árg. og 15 aur-
ar í lausasölu. Prentun þess annað-
ist prentsmiðjan Rún.
Og 15. marz árið 1915 kom
fyrsta blaðið út, aðeins hálfum
mánuði eftir að útgáfa þess hafði
verið afráðin. Er sýnilegt, að hér
hefur verið vel og rösklega að
verki gengið. —
Sókn og sigrar.
Utbreiðsla Dýraverndarans gekk
mjög að óskum. Blaðinu var ágæt-
lega tekið — og mun betur en
5