Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 9
1. árg. 1915: stærð D8, 64 bls.
(4 arkir).
2. -12. árg. 1916-26: stærð D8,
96 bls. (6 arkir).
13.-40. árg. 1927-54: stærð D4, 64
bls. (8 arkir).
13.-40. árg. 1927-54: stærð D4,
64 bls. (8 arkir).
43.-58. árg. 1957-72: stærð D4,
96 bls. (12 arkir).
59.-60. árg. 1973-74: stærð D4,
64 bls. (8 arkir).
Verð Dýraverndarans hefur verið
sem hér segir:
1915-18 ( 1.- - 4. árg.) verð
0,50 kr.
1919 ( 5. árg.) verð
1,00 kr.
1920-21 ( 6,- - 7. árg.) verð
1,50 kr.
1922-26 ( 8,- -12. árg.) verð
2,00 kr.
1927-41 (13.- -27. árg.) verð
3,00 kr.
1942-44 (28,- -30. árg.) verð
5,00 kr.
1945-51 (31.- -37. árg.) verð
10,00 kr.
1952-56 (38,- -42. árg.) verð
15,00 kr.
1957-64 (43.- -50. árg.) verð
50,00 kr.
1967-68 (53.- -54. árg.) verð
100,00 kr.
1969-70 (55,- -56. árg.) verð
150,00 kr.
1971-72 (57,- -58. árg.) verð
200,00 kr.
1973- (59. árg) verð
350,00 kr.
1974 (60 • árg. ) verð 500,00 kr.
dýraverndarinn
Vert er einnig að gera sér grein
fyrir, hvert upplag blaðsins venju-
lega var og hver kaupendatalan
hefur verið á þessum liðnu árum.
Upplag blaðsins hefur verið
þetta frá tveimur og upp í fimm
þúsund blöð, nokkuð breytilegt eft-
ir því hve kaupendatalan var há
hverju sinni. Það mun hafa verið
árin 1922—23, sem kaupendatalan
komst upp í 4000 þúsund eða
rúmlega það. Á þeim árum var
Jóhann Ögmundur Oddsson af-
greiðslumaður Dýraverndarans og
stóð hann sig afburða vel í því
starfi. — Núna hin síðustu ár hef-
ur upplagið verið 2500. — Af-
greiðslumaður blaðsins er núna Jón
ísleifsson kennari. Hann hefur nú
komið ágætri röð og reglu á „lag-
er" Dýraverndarans, og einnig er
spjaldskrá blaðsins aðgengileg og
vel upp sett. — Jón sagði, þegar
hann var spurður um fjölda áskrif-
enda blaðsins, að þeir væru um
1434, og eru þá aðeins taldir þeir,
sem greitt hafa blaðið og eru því
skuldlausir. Að vísu sagðist Jón
hafa fleiri á skrá, en oft væri það
svo, að gamlir kaupendur „féllu
út", annaðhvort vegna flutninga,
eða af ókunnum orsökum. Er hann
nú að reyna að komast að því, hvað
orðið hefur af ýmsum gömlum og
góðum kaupendum og biður alla
þá, er þetta lesa, og hafa flutt sig, en
ekki látið afgr. blaðsins vita um
það, að gera það hið fyrsta, svo
hægt verði að senda þeim blaðið
í framtíðinni.
Mjög mikil hækkun hefur orðið
á prentkostnaði og póstgjöldum nú
„á þessum síðustu og verstu ::ím-
um" og þess vegna hafa aðeins ver-
ið gefin út 4 blöð, tvö og tvö saman
núna tvö síðustu árin, en áskriftar-
verð fært upp í kr. 500 á ári. —
Ef hægt væri að fjölga kaupendum
upp í svo sem 2000 eða meir, væri
hægt að halda stærð blaðsins í 96
bls. á ári. Vonand tekst það innan
ekki alltof langs ti»ia. Blaðið hefur
nú fast aðsetur að Hjarðarhaga 26,
neðstu hæð, og þar er sími S. D. í.:
16597.
Dýraverndarinn þakkar öllum
þeim, sem sýnt hafa þann áhuga
og velvilja, að senda blaðinu efni
á liðnum árum. Öll erum við sam-
mála um það, að með því leggjum
við lið góðu málefni.
G. H.
Fuglinn minn
(Kveðið á jólum 1966).
1. Uti flögrar fuglinn minn
á fönninni sé eg sporið.
En bráðum hækkar himininn
og hillir undir vorið.
2. Og þá fljgur fuglinn minn
frjáls mót volgri golu.
Útbjr fyrir ungann sinn
eylitla mjúka holu.
3. A fönninni kúrir fuglinn minn
fyrir utan gluggann.
Eitthvað bágt á auminginn.
Eg cetla að reyna að' bugg’ann.
4. Kannski gceti komið sér
korn í svangann maga.
Svo bið ég Guð að gefa þér
góða alla daga. —
Sólveig frá Niku.
9