Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 12

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 12
að leysa úr þessu eins og öðru á sem farsælastan hátt í hvert sinn, en í mjög mörgum tilfellum hefur þurft að aflífa dýrin og stytta þann- ig þjáningar þeirra. Svœfingakassar og gildrur fyrir flækingsketti. Fyrir tveimur árum gaf Mark Watson Dýraverndunarfél. Reykja- víkur gildrur og svæfingakassa fyrir flækingsketti. Er núverandi stjórn hafði hafið störf fyrir einu ári fór hún þess á leit við formann D. R. að hann léti þessi áhöld af hendi við sambandið, ef stjórn þess gæti komið þeim á framfæri. Kynnti nú stjórnin þessi áhöld bæði í Reykjavík og Hafnarfirði og þóttu þetta hinir þörfustu gripir. Því eins og allir vita fjölgar flæk- ingsköttum mjög og er æfi þeirra aumleg. Þetta er nú í notkun á báðum þessum stöðum og hefur stjórn sambandsins verið beðin að útvega fleiri, sem hún mun gera. Flækingskettir og óskilakettir. Mikið er hringt út af flækings- köttum, svo og köttum sem fólk hefur týnt, eða köttum sem fólk finnur og vill koma til rétts eig- anda. Formaður hefur tekið alla þessa ketti á skrá hjá sér og þannig reynt að koma þeim í réttar hendur. Einnig hafa verið gefnar ráðlegg- ingar um hvernig fólk geti snúið sér í því að auglýsa ketti, en Dag- bók Morgunblaðsins hefur verið svo vinsamleg, að auglýsa týnda og fundna ketti endurgjaldslaust. Þeg- ar það hefur engan árangur borið og ekki hefur tekist að koma kett- inum á annað gott heimili hefur jafnan verið ráðlagt að láta dýra- lækni svæfa köttinn til þess að hann lenti ekki aftur á flækingi. Hefur formaður margsinnis hlaup- ið undir bagga í slíkum tilfellum þegar fólk af einhverjum ástæðum alls ekki hefur getað komið kettin- um til dýralæknisins sjálft og farið með köttinn í þess stað. Einnig má segja að í sumar hafi verið sann- kölluð kettlingamóttaka heima hjá formanninum, en óvanalega mikið var um það í sumar að hópar af fjögra til sex vikna gömlum kett- lingum yfirgefnum af móður sinni, fyndust á ólíklegustu stöðum, t. d. i blómabeðum eða á götum úti. Hef- ur formaður alltaf tekið við öllum þessum kettlingum og lagt mikla vinnu í að gera fyrir þá það, sem best væri í hverju tilviki. Sumir hafa eignast framtíðarheimili, en aðrir hafa verið svæfðir og þá helst þeir er voru orðnir mjög illa farnir af hungri og kulda. Áskoranir um að merkja kettina hafa verið birtar öðru hvoru í Dag- bók Morgunblaðsins og hefur verslun sú er selur slíkar ólar skýrt frá því að sala á þeim hafi marg- faldast. Enda hafa þær oft komið að gagni. Hundar á flœkingi. Eins og áður, hefur verið mikil samvinna á milli sambandsins og hundavinafélagsins, vegna hunda, S|em týnst hafa frá heimilum sínum. Hefur verið af þessu mikið ónæði og alltaf lögð mikil vinna í að hafa upp á réttum eigendum. Einnig hefur verið hringt aftur í eigendur hundanna og þeir áminntir um að merkja sinn hund og gæta hans betur. Dúfur. Kærur vegna illrar meðferðar dúfna hafa verið talsverðar og hefur þeim verið sinnt eins og áður með að senda sérfróðan mann á vett- vang, en hann hefur síðan leiðbeint hinum oft svo ungu dúfnaeigend- um um meðferð fuglanna sinna. í fæstum tilfellum er þarna um vís- vitandi slæma meðferð á dúfunum að ræða heldur mikla vankunnáttu unglinganna og afskiptaleysi hinna fullorðnu. Kœrur vegna hesta sauðfjár og annars búpenings. Kærur til sambandsins vegna úti- gangs hrossa og sauðfjár, eða slæmrar meðferðar á þeim að öðru leyti hafa verið fjölmargar. Einnig hefur verið kært út af ýmsum öðr- um búfénaði eins og t. d. svínum. Ollum þessum kærum hefur undan- tekningarlaust verið sinnt og lang- flestum af þeim hefur verið vísað til Búnaðarsambands viðkomandi héraða. Hefur það gefið mjög góða raun, því samkvæmt lögum er þeim skylt að sinna slíkum málum og hafa sérstaklega góða stoð í nýju búfjárræktarlögunum. Hefur fram- kvæmdin því verið þannig í þessum ist sambandinu hefur verið hringt í viðkomandi ráðunaut og honum tjáðir málavextir. Síðan hefur hon- um verið sent hraðskeyti um málið. Eftir að viðkomandi búnaðarsam- band hefur fjallað um málið hefur það svo ritað sambandinu um ástandið og þær ráðstafanir er það gerði í málinu. Flutningur hrossa. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í maí s. 1. að við flutning hrossa stórslasaðist einn hesturinn svo af vanbúnaði flutningsmanna í bif- reiðinni, að það varð að aflífa hann. Fleiri hestar í þessum flutningi voru illa farnir vegna þess að þeir höfðu troðist undir. í flutningabif- reiðina hafði verið troðið allt of mörgum hestum. Þar var og bland- að saman fullorðnu og tryppum. 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.