Dýraverndarinn - 01.02.1975, Síða 13
GólfiS í bifreiðinni var stálgólf,
þannig að þeir hestar er járnaðir
voru, voru eins og þeir væru á skaut-
um. Flutningsmenn, en þeir voru
eigendur hestanna, höfðu bundið
upp aðra hurðina á bifreiðinni vegna
mikils loftleysis. Við það féll einn
hesturinn út um dyrnar og dróst
með bifreiðinni langa leið, en hann
hafði festst í kaðli þeim er hurðin
var bundin upp með. Mun þetta
ekki rakið hér frekar, en málið er
nú í höndum Sakadóms Reykjavík-
ur og verða mennirnir ákærðir fyr-
ir brot á reglugerð um flutning
stórgripa með bifreiðum. Varafor-
maður sambandsins Gunnar Steins-
Son rannsakaði málið af mikilli elju
og dugnaði. Það var einnig hann
sem komst að því hverjir það voru
sem þarna áttu hlut að máli og
kom þeim upplýsingum til yfir-
valda. í tilefni þessa atburðar sendi
stjórnin orðsendingu til allra dag-
blaðanna í Reykjavík, svo og tíu
landsmálablaða um hvernig flytja
ætti stórgripi með bifreiðum.
Kríuvarp á Miðnesheiði.
Haft var samband við stjórnina
ut af kríuvarpi á Miðnesheiði.
Taldi sá er hringdi að kríunum
fekkaði þar mjög. Er þar ýmsu
um að kenna og hafði viðmælandi
mest á móti fólki því er gengur
Þar um og tekur egg. Talað var
við yfirvöld á Suðurnesjum um
þetta mál og einnig var lagalega
bliðin skoðuð. Kom það i ljós að
eSgjataka var þarna heimil nema
landeigendur bönnuðu. Einnig var
hringt út af kríum annars staðar af
iandinu.
Sœdýrasafnið.
h^ikið hefur verið kvartað yfir
Sasdýrasafninu. Eru það bæði ís-
lendingar og útlendingar, sem í
dýraverndarinn
safnið koma sem eru ekki ánægðir
með aðbúnað dýranna þar. Hefur
fólki yfirleitt verið bent á yfirdýra-
lækni, því liann mun vera sá aðili
sem á að gera kröfur um aðbúnað
dýranna. Stjórnin hefur einnig far-
ið í safnið og gert sínar athuganir.
Sérstaklega hefur það vakið furðu
stjórnarinnar, að sauðfé og hestarn-
ir skuli ekki standa á grindum. Þær
stíur, sem þau eru í, eru tiltölulega
litlar og verða því fljótt ein forar-
vilpa. Þetta mál er auðvelt að leysa
með litlum tilkostnaði, en safnið
ber ætíð við fjárskorti. Einnig er
það lágmark, að þessum skepnum
sé gefið sitt hey á garða og í jötur,
en eins og þetta hefur verið, er
fóðrinu fleygt á jörðina.
Kanínur í hirðuleysi.
Kært var til sambandsins yfir
kanínum sem lítið eða ekkert var
hugsað um. Þeim var ekki gefið
reglulega að éta og ekki var heldur
fylgst með fjölgun þeirra. For-
maður sambandsins fór á staðinn
ásamt Sigfrxði Þórisdóttur, sem er
að læra dýrahjúkrun í Englandi, en
var stödd á íslandi í sumarleyfi.
Það var ömurlegt að sjá, hvernig
að kanínunum var búið; en þær
voru í myrkum, rökum moldarkofa
eða jarðhúsi. Gefnar voru ráðlegg-
ingar, hvernig ætti að hirða rétt
um þær. Haldið var áfram að fylgj-
ast með málinu, en endir þess varð
sá, að fjölskyldan leystist upp og
flutti burt og flestar kanínurnar
voru aflífaðar. Samvinna var við
lögregluna í þessu máli.
Hundur tekinn af eiganda.
Sá atburður átti sér stað í vetur
að hundavinafélaginu svo og sam-
bandinu barst kæra um meðferð
manns á hundi sínum. Höfðu bæði
hundavinafélagið og sambandið
haft afskipti af hundi þessum áður,
því hann hafði verið látinn ganga
mikið laus. Hundur þessi var aftur
á móti mjög yndislegt dýr, sem
vann hug og hjarta allra er komust
í kynni við hann. Það voru ná-
grannar umrædds hundaeiganda
sem kærðu, því eins og þeir sögðu
þá gátu þeir ekki horft upp á það
lengur, hvernig dýrið var með-
höndlað. Formaður sambandsins og
ritari hundavinafélagsins höfðu
samráð með að tala við eiganda
hundsins og eftir nokkrar viðræður
og heimsóknir samþykkti hann að
láta hundinn af hendi. Var hund-
inum síðan útvegað annað heimili
og höfum við frétt að þar gangi
allt vel.
Hestar og kindur í Engey og Viðey.
í nóvembermánuði fyrir ári síð-
an höfðu lögreglunni í Reykjavík
borist kærur vegna hesta er voru
úti í Engey og Viðey. Lögreglan
fór á bát út í eyjarnar og fann þar
mikið af hrossum og það sem vakti
mesta undrun þeirra var að nokkrar
kindur voru í Engey. (Síðar kom í
ljós að þær höfðu verið þar í þrjú
ár samfleytt, án nokkurar umhirðu,
t. d. höfðu þær aldrei verið rúnar.
Eigandinn hafði aftur á móti hirt
frá þeim lömbin á hverju hausti).
Varðstjóri hjá lögreglunni sagði
stjórninni frá því að eftir þessa
ferð hefðu þeir reynt mikið til að
fá eigendur dýranna til að flytja
þau á land, því sakir óvenjumik-
illa snjóa í fyrravetur var orðið
haglaust í eyjunum, fyrir utan
skjól- og vatnsleysi sem er sérstak-
lega tilfinnanlegt í Engey. Var lagt
ríkt á við eigendur hrossanna að
sækja folöld og tryppi er þarna
voru, svo og hest er hafði stórt
kýli á annarri síðunni. í byrjun
mars hafði lögreglan samband við
13