Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 14
stjórn S. D. í. og sagði frá því að ætlunin væri að fara aftur út í eyj- arnar og vita hvort eigendur dýr- anna hefðu staðið við gefin loforð um að sækja dýrin. Var farið þess á leit við stjórnina að einhverjir frá henni færu með í þessa för. Varð það úr að formaður ásamt varafor- manni, sem er reyndur hestamaður fóru. Lögreglumaður sá er fór er einnig mikill hestamaður og auk þess búfræðingur að mennt. Var farið í báðar eyjarnar í þyrlu frá landhelgisgæslunni. Það kom í ljós að nokkuð hafði verið flutt burt af dýrunum, en ekki nærri allt, t. d. voru eftir kindurnar sem voru í Engey og var ein þeirra áberandi hölt, svo og voru ósótt tryppi og hesturinn með kýlið í Viðey. Voru í allt rúml. tuttugu hross í Viðey, sjö í Engey og svo sauðféð. Er heim kom gaf lögreglan skýrslu um málið. Með í förinni var myndatökumaður frá sjónvarp- inu og var hann á vegum þyrlu- flugmannsins, en hvorki fulltrúar sambandsins né lögreglan vissu um þá fyrirætlan. í fréttum sjónvarps- ins voru birtar myndir frá förinni og hafði það mikil áhrif á eigendur dýranna, því þá var rokið upp til handa og fóta og mest allt flutt upp á land. Áður hafði alltaf verið borið við að ekki fengist til þess mannskapur, eða að veðrið væri þannig að ekki væri lendandi við eyjarnar á bát. Hestar í sorphaugum borgarinnar. Kvartað var til sambandsins að hestar gengju í sorphauga borgar- innar. Ætu þeir sorpið og yrði illt af, jafnvel var sagt að hross hefðu drepist af því. Einnig var sagt frá tryppi er hafði fest einn fótinn svo illa í plastfötu að hann gekk í gegn um fötuna, þannig að fatan var eins og hólkur um fótinn. Haft var samband við lögregluna í Ár- bæjarhverfi, en þetta er á hennar svæði. Var lögreglan fús að fara strax og freysta þess að ná tryppinu. Tókst það. Það er algjör óhæfa að hestar komist inn á sorphauga og er þar tvennu um að kenna. I fyrsta lagi eigandanum að hafa hesta sína ekki á nægilega vel girtu svæði og í öðru lagi hlutaðeigandi yfirvöldum að girða ekki sorphauga sína nægi- lega vel. Það skal tekið fram að lög- reglan hafði samband við eiganda umrædds tryppis um málið og vildi hann hvergi koma þar nærri, hvað þá freysta þess að ná tryppinu. Símsvarinn. Hlutverk hins sjálfvirka sím- svara hefur alltaf jafn mikilvæga þýðingu sem tengsl milli sambands- ins og þeirra er til þess þurfa að leita. Sjálfvirki símsvarinn er sett- ur í samband við skrifstofusíma sambandsins ef enginn er staddur á skrifstofunni. Bendir hann nú sem fyrr á heimasíma formannsins. Einnig hefur aukalínu verið komið í símaskrána, þannig að þeir er ekki átta sig á að leita okkar undir heit- inu Samband dýraverndunarfélaga íslands, finna nú leiðbeiningar und- ir titlinum „Dýravernd". Vill stjórn sambandsins einnig benda á nauð- syn þess að hin ýmsu félög kynni sig í símaskránni, en fyrir utan sambandið er það aðeins hunda- vinafélagið, sem það gerir. Ráðleggingar um meðferð dýra. Mikið af þeim hringingum sem til sambandsins koma eru vegna meðferðar á dýrum. Ýmist vill fólk leita sér upplýsinga áður en það fær sér dýr og er það skynsam- legast, en stundum er í óefni komið vegna vankunnáttu eða hirðuleysis. Hefur það verið formanninum mik- ið gleðiefni að geta veitt þessu fólki upplýsingar og ráðleggingar og hef- ur það án efa bjargað mörgu hunds- og kattarlífinu. Kattabókin. Kattabók sú sem fyrirhugað er að sambandið gefi út og tekin er saman af Jórunni Sörensen er til- búin til prentunar fyrir utan einn kafla sem fjallar um sjúkdóma. Er bæklingsins að vænta á markaðinn fljótlega. Gjafir frádráttabcerar til skatts. Ríkisskattstjóra var ritað í fyrra til að fá heimild þeim til handa er styrkja vilja sambandið með fjár- framlögum að þeir fái að draga upphæðina frá tekjum sínum á skattframtali. Þetta fékkst fyrir ár- ið 1974 og hefur nú þegar verið ritað annað bréf sama efnis fyrir árið 1975. Ríkisstyrkurinn. Þrátt fyrir miklar tilraunir í fyrra að fá styrk sambandsins frá ríkinu hækkaðan tókst það ekki svo sambandið sat uppi með sínar 50 þús. krónur, sem það hefur haft síðastliðinn áratug. Enn hefur fjárveitinganefnd Alþingis verið ritað og nú standa málin þannig að fengist hefur loforð um að styrk- urinn verði hækkaður á þessum fjárlögum. Vonar stjórn sambands- ins að það loforð verði efnt, því eins og ástandið er nú hamlar fjár- skortur mjög öllum framkvæmd- um sambandsins. Landvernd. Ólafur Jónsson ritari sambands- ins sat aðalfund Landverndar, sem 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.