Dýraverndarinn - 01.02.1975, Síða 22

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Síða 22
ófegurst þó, ef raskað er næturró þeirra. Heyrt hef ég þá sögn, að hrafnar sofi gjarnan nálægt gömlum gálga- klettum, og vissulega fundust mannsbein skammt þar frá, er hrafnarnir sváfu í Langholtsholt- um. Uglu hef ég vitað sofa í gömlum kassa, en oftast fundið þær sofandi í jarðföllum eða bak við háar þúf- ur. í fimm eða sex vetur var hér óvanalega spakur snjótittlingur. Við héldum, að það væri sami fugl- inn, en erfitt er að segja það með vissu, því að þessi börn auðnarinn- ar eru svo lík hvert öðru. Fuglinn var svo spakur, að við lá, að hann tíndi kornið úr lófum okkar. Hann flaug ekki burt eins og bræður hans og systur, þegar hagar urðu góðir í holtum og heið- arlöndum, en dvaldist veturinn all- an við bæinn og tíndi kornið sitt. Og við vissum, hvar þessi vinur okkar svaf. Hann virtist eiga tvo sefnstaði. Stundum svaf hann skammt frá læknum og lét þúfu skýla sér fyrir næðingum, en oft svaf hann í gluggatóftinni á hlöð- unni. Þar sá ég hann oft á kvöldin, og hann hræddist mig ekki, þó að hann vaknaði. Við vorum vinir. En það fegursta, er ég hef séð úr svefnheimum fuglanna, sá ég á aðfangadagskvöld 1951. Snjór var á jörðu og haglaust fyrir litla fugla. Við höfðum gefið snjótittlingun- um um daginn. En dagurinn er skammur í skammdegi íslands. Því var útiljós kveikt, og litlu fuglarn- ir borðuðu við skin þess. Þegar ég ætlaði að fara í fjósið til að gefa kúnum kvöldgjöfina, sá ég rétt hjá bæjardyrunum dökkan blett á hvít- um snjónum. Eg áttaði mig ekki í fyrstu á, hvað þetta var, en sá svo, að þetta voru snjótittlingar. Þarna sváfu þeir í einum hóp og þjöppuðu sér saman eins og frekast var unnt. En það, sem mér þótti einkennilegast, var, að þeir virtust teygja úr hálsunum og nef eins fugls snerta nef annars. Snjótittlingarnir vöknuðu, þegar ég fór í fjósið. En þeir flugu ekki langt og röðuðu sér á sama hátt og áður. Þarna sváfu þeir, þegar jóla- klukkurnar boðuðu frið á jörðu. Björn Blöndal. Þetta skemmtilega póstkort íann gjaldkeri S. D. í. Hilmar Norðfjörd í gömlu dóti uppi á háalofti hjá sér og mun það vera síðan árið 1927 er hundabann var sett í Reykjavík. Póstkortið hefur Tryggvi Magnússon sennilega teiknað. 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.