Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 23
Böðull lífsins Líldega kemur innsta eðli mannsins hvergi betur í ljós en í afskiptum hans af varnarlausum <iýrum. Þá telur hver og einn áhættulaust, að svipta af sér sauð- argærunni og koma fram á sjónar- ■sviðið eins og hann er klæddur. Menn vita fyrirfram, að það er talin smávægileg yfirsjón og naumast umtalsverð að níðast á dýrum. Og að drepa dýr sér til gamans telst vera einskonar íþrótt. Er þá sigurvegarinn í þeim gráa feik, þ. e. besta skyttan, dáður sem hetja. Valdhafar eru samvinnufúsir í þessum efnum og byssuleyfi er auðvelt að fá. Aðeins þurfa tveir „valinkunnir" menn að undirskrifa þar til gert plagg og þar með er formsatriðum fullnægt. Og fáir rounu vera svo vinasnauðir, að þeir þekki ekki tvo „valinkunna" menn, sem eru fúsir til þess að gera „vini" sínum jafn bagalausan greiða og að skrifa nafnið sitt, þeg- ar ekki er jafnframt um það að ræða að setj apyngjuna í hættu. Þarna eru því engin ljón á vegin- um. Drápfýsn mannsins og grimmd eru lítil takmörk sett. En til þess að dylja skömm sína hefur maður- inn gefið sjálfum sér ýmis virðuleg nöfn, svo sem „kóróna sköpunar- •nnar", „hinn vitiborni maður" (Homo sapiens) og fleiri tignar- heiti. En í ákefð sinni að upphefja S1g, hefur maðurinn gleymt einu mikilvægu atriði, nefnilega því, þýraverndarinn að til er nokkuð sem kallast að hæða sjálfan sig, og það er einmitt það, sem hann hefur gert með þess- um dýrlegu nöfnum. Saga mannsins frá upphafi til- veru hans er í sannleika ófögur. Slóð hans er blóði ötuð. Og með æ fullkomnari vopnum gefst mann- inum kærkomið tækifæri til þess að fullnægja drápfýsn sinni. Að rekja þessa blóði drifnu slóð gegnum liðinn tíma, ár og aldir, væri efni í stóra bók, eða öllu fremur margar bækur. í stuttri blaðagrein er þess að sjálfsögðu enginn kostur. Orfá atriði skul þó minnzt á, máli þessu til staðfestu. Þegar Evrópumenn ruddust inn í Norður-Ameríku á sínum tíma, reikaði ótölulegur fjöldi vísunda um víðáttumiklar sléttur þessa mikla landflæmis. Um aldaraðir hafði engin lífvera ógnað lífi þess- ara stóru og vöðvastæltu dýra, nema hvað Indíánar drápu þá ávallt nokkuð. En með komu hvítra manna varð ógnvekjandi breyting þar á. Þá hófst slátrun þessara dýra á æðisgenginn hátt. Svo hóflaust var drápið og svo kappsamlega var að unnið, að innan skamms tíma hafði vísundunum nálega verið gjöreytt. Þar sem áður höfðu verið mörg hundruð þúsundir vísunda á beit gat upp frá þessu aðeins að líta hvítar beinahrúgur. „Hinn viti- borni maður" hafði sýnt mikinn dugnað í sínu starfi og mátti því vel við una, enda gerði hann það. Litlu betri útreið fengu hin minni spendýr, því að hjá mann- inum var enga miskunn að finna. Flest þessara dýra urðu að gjalda þess, að „móðir náttúra" hafði af sínu alþekkta örlæti klætt þau fögrum feldi. Eitt þeirra var bjór- inn, það inerkilega dýr. Oll þessi dýr voru veidd í kænlega útbúnar gildrur, sem þau gátu með engu rnóti varast. En pyngjur veiðimann- anna bólgnuðu og það var frá þeirra sjónarmiði aðalatriðið. Af þeim mörgu fuglategundum, sem svo illa hafa orðið fyrir barð- inu á manninum að alger útrýming hefur af hlotizt, vil ég fyrst og fremst nefna geirfuglinn, því að örlög hans eru, sem kunnugt er, samtvinnuð sögu okkar íslendinga á miður ánægjulegan hátt. Þessir ófleygu fuglar, sem fyrrum lifðu þúsundum saman við Nýfundna- land, Labrador og víðar, reyndust manninum auðveld bráð. Fiski- menn bókstaflega smöluðu þeim saman og drápu þá unnvörpum. Og þeirri slátrun linnti ekki meðan nokkur fugl þessarar tegundar var finnanlegur. íslendingar fullkomn- uðu svo böðulsverkið endanlega með því að drepa svo síðustu geir- fuglana í Eldey árið 1844. Þar með var heimurinn einni fuglategund fátækari. Telja má víst, að allar dýrateg- undir Evrópulanda hafi snemma goldið mikið afhroð vegna nálægð- ar sinnar við „menninguna". Út í það málefni verður ekki farið frek- ar hér. Aðeins skal þess getið, að 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.