Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 27

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 27
Skýrsla Dýraverndunarfélags Reykjavíkur á aðalfundi SDI 8. desember 1974 Félagatala nú er 258. Stjórnar- fundir frá síðasta aðalfundi eru 11. Hve margir símafundir hafa verið, veit ég ekki. Árið hefur verið stóratburða- iaust. Nema hvað stóratburður er það fyrir félagið, eins og samtökin í heild, að spítalinn er risinn af grunni. í stað þess að endurtaka með litlum breytingum, síðustu skýrslur, leyfi ég mér að líta aðeins yfir 15 ára farinn veg. Þar sem flest silast svo hægt áfram, að við veitum varla eftirtekt að nokkuð miði íáttina, getur verið gott, til að missa ekki alveg móðinn og gefast upp, að líta yfir lengri spöl. En þótt við gerum það, finnst okkur víst flestum, að skammt hafi skilað í áttina. En getum þó huggað okkur við, að hlutur skjólstæðinga okkar, dýranna, væri nokkru lakari, ef við hefðum haldið að okkur höndum og ekki hafst að. Eitt af fyrstu baráttumálum DR, var umbætur á aðbúnaði hrossa í útflutningi. Skv. reglugerð, sem var, og er raunar enn í gildi, mátti liafa, og var regla að hafa, 6 hesta 1 stíu. Þessu fengum við breytt, þegar á fyrsta ári þannig, að stía var gerð fyrir hvern einstakan hest. Er gallar komu í Ijós, voru þeir ^agaðir. Og síðast var smíðuð jata a hverja stíu, fyrir hey og vatn. En 1 rauninni þurftum við aldrei að herjast fyrir þessu, heldur færa skýr rök fyrir því, sem við fórum fram á. Það var auðsótt, að Viggó þýraverndarinn Maack og aðrir, sem um málið fjölluðu, höfðu fúsan vilja til að bæta aðbúnað eftir föngum. — En við fórum aldrei dult með, að á vöruflutningaskipum væri ekki unnt að fulinægja eðlilegum að- búnaðarkröfum. Það var því unnið að því að fá útflytjendur hrossa til að fá sérbyggð gripaflutningaskip, sem við höfðum tryggt, ef óskað yrði eftir. En höfuðáherzlu lögðum við á flugvélina. Agnar Tryggva- son hjá SÍS tók þessu þegar í upp- hafi vel. Og síðan 1970 hafa að kalla öll hross verið flutt utan með flugvélum. Það tók 11 ár að ná þessum áfanga. - En gerum okkur ljóst, að honum væri enn ekki náð, hefði ekki verið við menn að eiga, sem höfðu skilning og vilja til umbóta. Ella væru hross enn flutt með skipum. Jafnvel vöruflutn- ingaskipum. Þessi mál eru nú kom- in langt á undan löggjafanum. Spítalamálið er jafngamalt DR. Við þekkjum öll sögu þess, og hvernig það leystist. Líklegt er að áralöng barátta okkar hafi átt ein- hvern þátt í því, að þessi höfðing- lega gjöf var gefin. En þökkum okkur samt í hljóði. En Watson, þessum gjöfula og göfuga dýra- og íslandsvini verður aldrei fullþakk- að. Og honum ber að þakka betur en gert hefur verið. Svo dýrmætar gjafir hefur hann fært þjóðinni, svo ósvikna vináttu hefur hann sýnt í verki, að það væri meiri sómi okkur en honum, að gera hann að heiðursborgara. Dagur dýranna: Skv. ársskýrslum DR, var hugmyndin borin fram 1961. En 12 ár liðu, áður en hún kom til framkvæmda. Dagur dýr- anna er ekki dagur neins eins fé- lags. Hann á að vera dagur ALLRA félaganna. Með því móti HLÝTUR að nást mestur árangur. Ekki ein- ungis mestur félagslegur árangur, heldur einnig mest áhrif út til al- mennings. Og þessum tvennum til- gangi á dagurinn að þjóna. Og hann felur í sér mikla möguleika til þess. Líklega meiri möguleika en allt annað, sem við ráðum yfir, EF vel er á haldið, - þangað til samtókunum skapast möguleikar til að ráða erindreka, er helgi sig óskiptur þessum málum og verði jafnframt framkvæmdastjóri sam- takanna og ritstjóri Dýraverndar- ans. En til þess, að þetta verði annað en draumur, annað en áætl- un, Jparf að knýja fast á hjá menntamálaráðherra. Það eru hvorki 50 þús. eða 500 þús., sem keppa á eftir að fá, heldur 3—4 miljónir. — Og það er ekki beiðni um ölmusu. Það er beiðni um brotabrot þess, sem húsdýrin eiga inni. Og það er enginn, ENGINN aðili í landinu líklegri til að halda á rétti dýranna en þessi félagsskap- ur. Þess vegna á hann að fá nauð- synlegt fé í hendur til að geta rækt hlutverk sitt. Gegnum Sólskríkjusjóð hefur í vaxandi mæli verið dreift korni handa smáfuglunum, bæði út um land og hér á Reykjavíkursvæðinu. 27

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.