Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 28

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 28
Sólskríkjusjóðurinn í harðindakaflanum í janúar nú í vetur, voru það margir, sem gáfu smáfuglunum korn og fleira í sarpinn. - Pökkunarverksmiðjan „Katla", sem sá um að pakka inn Miló-kornið frá Sólskríkjusjóði, varð uppiskroppa með korn, þegar liðin var u. þ. b. vika af febrúar. Þetta kom þó ekki verulega að sök fyrir fuglana, því að einmitt um það leiti kom hlákan og varð auð jörðin víða hér sunnanlands að minnsta kosti. - Núna (20. 2.) munu nokkrar byrðir fyrir hendi hjá „Kötlu". - Formaður Dýraverndunarfélags Reykjavíkur, Marteinn Skaftfells segir svo um sjóðinn: „Sólskríkjusjóður Þorsteins og Guðrúnar Erlings fóðrar vafalaust nokkra tugi þúsunda smáfugla á hverjum vetri. Frá okt. s. 1., þar til nú, mun sjóðurinn hafa miðlað um 60 þúsundum í gjafakorni. En það er því miður, aðeins brot af þörfinni. En áreiðanlegt er, að hefði sjóðurinn ekki verið stofnaður, væru þeir færri, er sinna smáfugl- inum. í rauninni eru þau Þorsteinn og Guðrún, enn að gefa smáfuglin- um, eins og þau ávallt gerðu. Og hefði Þorsteinn ekki verið slíkur dýravinur sem hann var, og mestur vinur minnstu smælingjanna, smá- fuglanna, hefði sjóðurinn aldrei verið stofnaður. Erlingur sonur þeirraer nú, góðu heilli, form. sjóðsins. Og honum er í blóð borin umhyggja fyrir dýrum. Og hann er driffjöður í allri starfsemi sjóðs- ins. Tekjur sjóðsins þyrftu að vera svo miklar, að unnt væri að miðla nokkrum hundruðum sekkja gefins á ári. Hópurinn, sem fóðra þarf er stór. Gleymum honum ekki, er snjórinn bannar honum jörð. Talið er að smáfuglarnir þurfi jafnvel 3svar sinnum meira fóður daglega í vetrarkuldum en að surnri, til að halda nægilegum líkamshita, til varnar gegn kuld- anum. Og vafalaust fellur fjöldi smáfugla að vetrinum, vegna þess að þá VANTAR NÆGÐ FÓÐ- URS til að „kynda ofninn sinn". Tekjur Sólskríkjusjóðs eru eink- um tekjur af útgáfu og sölu jóla- korta. Þá berast og góðar gjafir til sjóðsins af og til og geta má þess, að ein, sérlega rausnarleg gjöf, barst sjóðnum nú fyrir stuttu, en það voru 100 þús. kr. frá Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni. - Bæði honum og öðrum, sem sent hafa gjafir er kærlega þakkað. - Kort og myndir hafa verið gefin út til ágóða fyrir sjóðinn, og nú einnig „silfursólskríkjan", barm- merki, sem við þurfum að gera vinsælt. Driffjöðrin í starfsemi sjóðsins er form. hanns, Erlingur Þorsteinsson. Það er ekki ofsagt. Á 15 ára ferli félagsins, fer að sjálfsögðu ekki hjá því, að eitthvað hafi þokast í áttina, í dýravernd- armálum hér í borginni, almennt skoðað. En skelfing finnst mér það samt vera lítið. Og langt neðan við það að hreykja sér af. Það er mikið eftir óunnið. Og svo mun, því mið- ur, líklega lengi verða. Það er hryggilegt, að dýravernd- arfélaga skuli vera þörf. Vinna þarf að því að gera þau óþörf. M. Sk. DÝRAVERNDARINN 28

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.